Færsluflokkur: Vefurinn

Frábær flýtileið fyrir Firefox

Sækja Firefox

Ef þú ert ekki þegar komin/n með Firefox - hér er hann, gjörðu svo vel. Firefox er ókeypis og frábær vafri, hvort sem þú notar Windows, MacOS X eða Linux.

Þau ykkar sem notið Firefox hafið væntanlega flest tileinkað ykkur að opna síður í flipa (ctrl+smella) frekar en í glugga. Þú lendir hinsvegar örugglega í því við og við að loka flipa, sem þú ætlaðir ekki að loka. Þá er frábært að vita af því að þessi lyklaborðssamsetning:

ctrl+shift+t

...kallar fram síðasta flipann sem þú lokaðir. Ótrúlega einfalt og gagnlegt! Prófaðu bara.

Macintosh notendur athugið: Notið Slaufuhnappinn í stað Ctrl.


Bloggvísir I

Ég mæli með bloggi Bjarka Tryggvasonar. Ég þekki Bjarka ekki neitt, nema í gegnum blogginn, en tel hann til minna bestu bloggvina. Pælingar hans eru athyglisverðar og endurnærandi í amstri dagsins. Bjarki hefur jákvæða lífssýn og fallega trú sem fleytir honum í gegnum lífið. Þetta kemur frá efasemdarmanninum mér, þannig að eitthvað hlýtur nú að vera í hann spunnið.

Ég mæli ennfremur með því að fólk flakki svolítið um og kynni sér bloggvini bloggvina sinna. Líkur eru á að þið eigið nú kannski eitthvað sameiginlegt með þeim, fyrst að bloggvinur ykkur sá eitthvað við þá.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband