Svona er kosið í einræðisríkjum

Það er nokkuð ljóst hvað ætlast var til að kosið væri, hér að neðan. Kosningarnar snerust um inngöngu Austurríkis í þýska ríkjasambandið og stuðning við flokk þjóðernisjafnaðarmanna, ári áður en seinni heimsstyrjöldin braust út.

Fyrir þá sem eru farnir að ryðga í menntaskólaþýskunni: "Ert þú samþykk/ur því að Austurríki hafi að nýju fengið inngöngu í þýska ríkjasambandið, sem tók gildi 13. mars 1938, og kýst þú flokk foringja okkar, Adolfs Hitler?". Stærri hringurinn er merktur já, sá minni nei.

Þetta er ekkert plat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Og kaustu....... ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 29.5.2007 kl. 15:55

2 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Hey, ég er ekki það gamall!!

Annars er ég eins langt frá því að vera þjóðernisjafnaðarmaður og hugsast getur. Ég mismuna ekki fólki eftir þjóðerni, ég er alþjóðasinni, og ég trúi á frelsi, ekki jöfnuð.

Kallaðu mig Komment, 29.5.2007 kl. 17:29

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

...frábær kosngingaseðill - fyrir sálfræðinga að pæla í.

Benedikt Halldórsson, 30.5.2007 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband