16.5.2007 | 14:50
Svona á að sækja um starf
Þessi á skilið Thule. En hann mun ekki geta drukkið hann í vinnunni. Úr almennri umsókn um starf hjá ónefndri lágvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu.
Starf sem sótt er um: Ég væri vel sáttur við stöðu forstjóra eða verslunarstjóra. Reyndar bara hvað sem er. Ef ég gæti valið úr störfum þá væri ég varla að sækja um hérna eða hvað?
Sækistu eftir fullu starfi? Svo lengi sem ég fæ greitt fyrir fullt starf, þá er mér sama þótt það sé hlutastarf.
Reykir þú? Meðan ég vinn, nei. Í reykingapásum, já.
Hefur þú hreint sakarvottorð? Þeir hafa aldrei náð mér.
Áttu auðvelt með að vinna sjálfstætt? Mér finnst best þegar enginn fylgist með mér.
Hvernig er heilsufar þitt? Fínt, takk fyrir að spyrja.
Áttu auðvelt með samskipti? Ef það væri ekki fyrir öll fíflin, þá gengju þau vel.
Áttu auðvelt með að vinna undir álagi? Það fer eftir því hver liggur á mér.
Menntun: Já takk, hefði ekkert á móti henni. Fylgir hún með?
Síðasta starf: Enn verra.
Heildarlaun í síðasta starfi: Minni en ég átti skilið.
Helstu afrek í starfi: Er búinn að koma mér upp frábæru safni af stolnum pennum og merkimiðum.
Ástæða þess að þú hættir í síðasta starfi: Hafði ekki lengur neitt til að skrifa með - eða á.
Launaóskir: 2 milljónir á mánuði væru fínar. Starfslokasamningur vel þeginn. Ef það gengur ekki gerið mér þá tilboð og við komumst að samkomulagi.
Tungumálakunnátta: Þegar ég hef fengið mér í glas þá bæði skil ég og tala flest tungumál.
Tölvukunnátta: Ég nota netið og er mjög lunkinn í að leggja kapal.
Meðmælendur: Fyrri vinnuveitendur væru eflaust tilbúnir til að mæla með mér, ef það væri tryggt að ég kæmi ekki til þeirra aftur.
Hvar sérðu sjálfan þig eftir 5 ár? Á Bahamas, umvafinn kvenfólki. Reyndar sé ég mig þar fyrir mér núna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.5.2007 | 23:59
Verið velkomin á veitingarhús Microsoft
Hér er endurbætt útgáfa af skemmtilegri pælingu. Hvað ef veitingarhús væru rekin eins og notendaþjónusta?
Viðskiptavinur: Þjónn!
Þjónn: Góðan daginn, ég heiti Bill og er hér til að aðstoða þig. Er eitthvað sem ég get hjálpað þér með?
Viðskiptavinur: Já, það er fluga í súpunni!
Þjónn: Ok, kíktu aftur. Kannski er flugan ekki þá.
Viðskiptavinur: Jú, flugan er þarna ennþá!
Þjónn: Kannski er vandamálið, hvernig þú borðar súpuna; gætirðu prófað að borða hana með gaffli?
Viðskiptavinur: Þótt ég noti gaffal þá er flugan enn í súpunni!
Þjónn: Súpan gæti verið ósamhæfð við skálina. Hvernig skál ertu með?
Viðskiptavinur: Ég er með súpuskál!!!
Þjónn: Hmmmm... þá ætti það að virka. Kannski er þetta uppsetningarvandamál, hvernig var skálin sett upp?
Viðskiptavinur: Þú komst með hana á bakka! Hvað hefur það að gera með fluguna?
Þjónn: Manstu allt sem þú gerðir áður en þú varðst var við fluguna?
Viðskiptavinur: Já, ég gekk inn, settist við þetta borð og pantaði súpu dagsins!
Þjónn: Einmitt - hefurðu hugleitt að uppfæra yfir í nýjustu súpu dagsins?
Viðskiptavinur: Nýjustu... hva... eruð þið með margar súpur dagsins?
Þjónn: Já, elskan mín góða... þær breytast á klukkutíma fresti.
Viðskiptavinur: Nú - og hvernig súpa er súpa dagsins núna?
Þjónn: Það er tómatsúpa.
Viðskiptavinur: Fínt! Láttu mig fá tómatsúpu þá og reikninginn... ég er að verða of
seinn.
Þjónninn fer og kemur aftur með súpuskál og reikning.
Þjónn: Gjörðu svo vel - hér er súpa dagsins og reikningurinn.
Viðskiptavinur: En... þetta er... blómkálssúpa?
Þjónn: Já, tómatsúpan var ekki tilbúin.
Viðskiptavinur: Jæja þá... ég er orðinn glorsoltinn. Ég held að ég geti borðað hvað
sem er .
Þjónninn fer.
Viðskiptavinur: Þjóóóónn!!! Það er geitungur í súpunni minni!!!
Súpa dagsins: kr. 790
Uppfærsla á súpu dagsins kr. 390
Aðgangur að þjónustu og aðstoð kr. 2.990
Athugið, flugur í súpu eru viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Súpa morgundagsins verður flugnalaus.
Bloggar | Breytt 15.5.2007 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.5.2007 | 11:56
Pólitískar játningar
Mér þykir vænt um alla flokka. Ég lít svo á að þeir hafi allir eitthvað fram að færa. Enginn flokkur er nógu stór til að stjórna landinu einn og sér. Það neyðir flokkana til að eiga með sér samstarf. Þegar þangað er komið er gagnlegt að trúa því ekki að allt besta fólk landsins sé samankomið í einum flokki og að í hinum séu eintóm úrhrök.
Það er útlit fyrir tvísýnum kosningum. Með því er átt við að það er óljóst hvort að stjórnarmeirihlutinn haldi. Satt best að segja er mér alveg sama hvort hann geri það eða ekki. Ef hann heldur, þá vona ég bara að munurinn verði það lítill að menn treysti sér ekki til að halda áfram með óbreytta stjórn!
Það er eðli stjórnarsamstarfs að samkomulag myndast um að ákveðnir málaflokkar njóti friðhelgi. Í valdatíð núverandi stjórnar hafa hinar heilögu kýr verið landbúnaðarkerfið og Evrópumálin. Þar er kominn tími á breytingar. Til að keyra þær í gegn þarf hinsvegar sterka stjórn. Það er mitt persónulega mat að stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar væru líklegust til þess að stýra þeim í höfn. Það leynist nefnilega kratahjarta undir heiðbláu yfirborðinu á Komment.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.5.2007 | 12:53
Frá snillingnum Homer Simpson
Í tilefni þess að verið er að talsetja Simpsons kvikmyndina á íslensku þá deili ég með ykkur þessari gargandi snilld - á frummálinu.
- Operator! Give me the number for 911!
- Oh, so they have internet on computers now!
- Bart, with $10,000, wed be millionaires! We could buy all kinds of useful things like love!
- Just because I dont care doesnt mean I dont understand.
- Im normally not a praying man, but if youre up there, please save me Superman.
- Son, if you really want something in this life, you have to work for it. Now quiet! Theyre about to announce the lottery numbers.
- Well, its 1 a.m. Better go home and spend some quality time with the kids.
- Maybe, just once, someone will call me Sir without adding, Youre making a scene.
- Marge, dont discourage the boy! Weaseling out of things is important to learn. Its what separates us from the animals! Except the weasel.
- Doughnuts. Is there anything they cant do?
- You know, boys, a nuclear reactor is a lot like a woman. You just have to read the manual and press the right buttons.
- Lisa, if you dont like your job you dont strike. You just go in every day and do it really half-assed. Thats the American way.
- When will I learn? The answer to lifes problems arent at the bottom of a bottle, theyre on TV!
- Son, when you participate in sporting events, its not whether you win or lose: its how drunk you get.
- Im going to the back seat of my car, with the woman I love, and I wont be back for ten minutes!
- [Meeting Aliens] Please dont eat me! I have a wife and kids. Eat them!
- What do we need a psychiatrist for? We know our kid is nuts.
- Marge, youre as beautiful as Princess Leia and as smart as Yoda.
- Kids, you tried your best and you failed miserably. The lesson is, never try.
- The only monster here is the gambling monster that has enslaved your mother! I call him Gamblor, and its time to snatch your mother from his neon claws!
- When I look at the smiles on all the childrens faces, I just know theyre about to jab me with something.
- Im having the best day of my life, and I owe it all to not going to Church!
- Lisa, if the Bible has taught us nothing else, and it hasnt, its that girls should stick to girls sports, such as hot oil wrestling and foxy boxing and such and such.
- Im not a bad guy! I work hard, and I love my kids. So why should I spend half my Sunday hearing about how Im going to Hell?
- Getting out of jury duty is easy. The trick is to say youre prejudiced against all races.
- Its not easy to juggle a pregnant wife and a troubled child, but somehow I managed to fit in eight hours of TV a day.
- Lisa, Vampires are make-believe, like elves, gremlins, and eskimos.
- I want to share something with you: The three little sentences that will get you through life. Number 1: Cover for me. Number 2: Oh, good idea, Boss! Number 3: It was like that when I got here.
- Oh, people can come up with statistics to prove anything, Kent. 14% of people know that.
- Remember that postcard Grandpa sent us from Florida of that Alligator biting that womans bottom? Thats right, we all thought it was hilarious. But, it turns out we were wrong. That alligator was sexually harrassing that woman.
- Old people dont need companionship. They need to be isolated and studied so it can be determined what nutrients they have that might be extracted for our personal use.
- How is education supposed to make me feel smarter? Besides, every time I learn something new, it pushes some old stuff out of my brain. Remember when I took that home winemaking course, and I forgot how to drive?
- Television! Teacher, mother, secret lover.
- Homer no function beer well without.
- Ive always wondered if there was a god. And now I know there is and its me.
- Kill my boss? Do I dare live out the American dream?
- If something goes wrong at the plant, blame the guy who cant speak English.
- Im never going to be disabled. Im sick of being so healthy.
- I like my beer cold, my TV loud and my homosexuals flaming.
- [Looking at a globe map country being Uruguay] Hee hee! Look at this country! You-are-gay.
- All my life Ive had one dream, to achieve my many goals.
- Dad, youve done a lot of great things, but youre a very old man, and old people are useless.
- But Marge, what if we chose the wrong religion? Each week we just make God madder and madder.
- I think Smithers picked me because of my motivational skills. Everyone says they have to work a lot harder when Im around.
- Dear Lord.. The gods have been good to me. For the first time in my life, everything is absolutely perfect just the way it is. So heres the deal: You freeze everything the way it is, and I wont ask for anything more. If that is OK, please give me absolutely no sign. OK, deal.
- Thats it! You people have stood in my way long enough. Im going to clown college!
- Beer: The cause of, and solution to, all of lifes problems.
- If somethings hard to do, then its not worth doing
- Im in no condition to drive wait! I shouldnt listen to myself, Im drunk!
- To Start Press Any Key. Wheres the ANY key?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
10.5.2007 | 15:15
Verstu lagatextar allra tíma samkvæmt hlustendum BBC
Útvarpsstöðin BBC 6 Music fór nýverið á stúfana og fékk hlustendur til að hjálpa sér að velja verstu lagatexta allra tíma. Eins og við er að búast, kenndi þar ýmissa grasa. Hér eru brot úr þeim fjórum sem stóðu upp úr:
# 4 ABC - That Was Then But This Is Now
More Sacrifices than an Aztec priest,
Standing here straining at that leash,
All fall down,
Can't complain, mustn't grumble,
Help yourself to another piece of apple crumble
# 3 Razorlight - Somewhere Else
And I met a girl,
she asked me my name,
I told her what it was.
# 2 Snap - Rhythm Is A Dancer
I'm as serious as cancer,
When I say Rhythm is a Dancer.
Þessi er frábær:
#1 Des'ree - Life
I don't want to see a ghost,
It's the sight that I fear most,
I'd rather have a piece of toast,
Watch the evening news.
Ef þið munið eftir einhverjum brotum sem ættu heima meðal þessara, látið mig þá endilega vita!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
9.5.2007 | 12:27
Sigurvegarar kosninganna
Það er algjör óþarfi að bíða fram á laugardag með að útnefna sigurvegara kosninganna. Líkt og endranær vinna allir.
Sjálfstæðisflokkurinn
Flokkurinn er að bæta við sig verulegu fylgi. Hann endurheimtir þau þingsæti sem töpuðust árið 2003 og gerir væntanlega gott betur.
Samfylkingin
Flokkurinn heldur stöðu sinni sem næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Hann hefur náð að hrinda áhlaupi Vinstri grænna og er orðinn trúverðugur ríkisstjórnarflokkur.
Vinstrihreyfingin grænt framboð
Flokkurinn tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum. Styrkur hans og stærð gerir það að verkum að ekki er hægt að komast hjá því að hlusta á hann.
Framsóknarflokkurinn
Flokkurinn vinnur varnarsigur. Niðurstaða kosninganna verður betri en kannanir gáfu til kynna og mun gefa flokknum sterkari grunn til að byggja sig upp frá.
Frjálslyndi flokkurinn
Flokkurinn ljáir umdeildum málum rödd sína. Þótt flest okkar geti ekki hugsað sér að kjósa hann vegna þeirra, þá endurspeglar fylgi hans raunverulegar áhyggjur kjósenda hans. Endurnýjun flokksins eftir brotthvarf Margrétar hefur tekist betur en stuðningsmenn hans þorðu að vona.
Íslandshreyfingin
Þótt flokkurinn nái ekki manni inn á þing þá hefur rödd hans fengið að heyrast. Hugmyndir flokksins eiga hljómgrunn meðal kjósenda þótt þeir séu fæstir tilbúnir að láta þær ráða atkvæði sínu.
Og þar hafið þið það.
8.5.2007 | 19:20
Seldi sófa, áskotnaðist kona
Á síðasta ári setti breskur maður inn auglýsingu á Craigslist, sem er vinsæll póstlisti, sérstaklega hjá fólki í upplýsingatæknigeiranum, vegna forláta sófa, sem hann vildi selja. Svo vildi til að kynni tókust með manninum og konunni sem keypti sófann. Í dag eru þau hjón, sitja saman í sófanum á kvöldin og horfa á CSI.
Ég vil nota tækifærið og benda á frábæra hliðstæða þjónustu hérlendis, sem kallast Partalistinn. Mér er ekki kunnugt um að hjónaband hafi orðið til upp úr viðskiptum í gegnum hann, en það er þó aldrei að vita. Ennfremur verður fróðlegt að fylgjast með því hvort að sófinn verður settur aftur í sölu á Craigslist ef hjónabandið fer út um þúfur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.5.2007 | 22:44
10 merki þess að þú rukkir of lítið
Hvort sem þú vinnur við vefhönnun eða hellulagnir ættirðu að hugsa þinn gang ef þetta á vel við þig.
- Þeir sem þú skiptir við rugla heildarverðinu saman við útselda vinnu á klukkustund.
- Þú færð öll verk sem þú býður í.
- Jafnvel þótt þú vinnir 80 stundir á viku þá ertu undir lágmarkslaunum.
- Nýir verkkaupar spyrja alltaf hvað hangi á spýtunni.
- Verkkauparnir greiða reikningana þína hlægjandi.
- Þeir greiða þá með seðlum, beint upp úr veskinu.
- Fastir verkkaupar hafa ekki einu sinni fyrir því að spyrja hvað verkið komi til með að kosta.
- Þú hefur nóg að gera. Samt lifirðu á upphituðum réttum frá 1944.
- Systir þín hefur það betra en þú og hún vinnur á kassanum í 10/11.
- Aðrir verktakar vilja ólmir ráða þig sem undirverktaka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.5.2007 | 18:17
Frændi minn Baggalútur
Ég var að átta mig á því að ég og Bragi Valdimar Skúlason, forsvarsmaður Baggalúts, erum náfrændur. Ég vissi að við værum að einhverju leyti skyldir, en að skyldleikinn væri þetta mikill, kom mér í opna skjöldu. Þar sem við erum náfrændur leyfi ég mér að telja persónur okkar, þá Enter og Komment, það líka. Ég hef einmitt haft mest dálæti á skrifum Enters á þeim ágæta vef, Baggalút.
Ég kem að sjálfsögðu til með að nýta mér þennan skyldleika óspart til að vekja athygli á eigin bloggi í framtíðinni.
Ég þarf síðan greinilega að gæta mín á því að hæla ekki bloggvinum mínum um of. Ég fékk á áðan þá spurningu hvort sá ágæti drengur Bjarki Tryggvason og ég værum eini og sami maðurinn. Svo er ekki. Ég vil jafnframt taka það fram að það er ekkert hæft í þeim þráláta orðrómi að ég sé Sigmar Guðmundsson að skrifa undir dulnefni. Auk þess neita ég því afdráttarlaust að hér sé um að ræða þriðja blogg Guðmundar Magnússonar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 17:36
Bloggvísir I
Ég mæli með bloggi Bjarka Tryggvasonar. Ég þekki Bjarka ekki neitt, nema í gegnum blogginn, en tel hann til minna bestu bloggvina. Pælingar hans eru athyglisverðar og endurnærandi í amstri dagsins. Bjarki hefur jákvæða lífssýn og fallega trú sem fleytir honum í gegnum lífið. Þetta kemur frá efasemdarmanninum mér, þannig að eitthvað hlýtur nú að vera í hann spunnið.
Ég mæli ennfremur með því að fólk flakki svolítið um og kynni sér bloggvini bloggvina sinna. Líkur eru á að þið eigið nú kannski eitthvað sameiginlegt með þeim, fyrst að bloggvinur ykkur sá eitthvað við þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)