Færsluflokkur: Bloggar

Google til varnar

Melabúðin

Ef þú ert vön eða vanur að fara í Melabúðina og kaupa kjúkling á föstudögum, myndirðu móðgast ef Friðrik verslunarstjóri segði við þig um leið og þú gengir inn: "Heyrðu, við erum tilboð á kjúklingi í dag!".

Líkt og að kauphegðun gefur vísbendingar um það, hverju neytendur eru spenntir fyrir, þá veita leitarorð dýrmætar upplýsingar um það hverju notendur hafa áhuga á. Viðskiptahugmyndin á bak við Google er að færa notendur sem næst þeim upplýsingum, sem þeir eru á höttunum eftir. Ég vil einmitt sjá auglýsingar um hugðarefni mín. Auglýsingar um dömubindi og augnskugga gera ekkert fyrir mig.

Það væri hinsvegar gott væri að geta að frábeðið sér vissar auglýsingar. Það er hvorki í hag auglýsandans né þess sem auglýsingin beinist að hún pirri hann eða hana. Ég efast ekki um að sá möguleiki á eftir að koma.

Ég mæli annars með kjúklingnum í Melabúðinni. Ber af! Smile


mbl.is Meðferð Google á persónuupplýsingum veldur áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær flýtileið fyrir Firefox

Sækja Firefox

Ef þú ert ekki þegar komin/n með Firefox - hér er hann, gjörðu svo vel. Firefox er ókeypis og frábær vafri, hvort sem þú notar Windows, MacOS X eða Linux.

Þau ykkar sem notið Firefox hafið væntanlega flest tileinkað ykkur að opna síður í flipa (ctrl+smella) frekar en í glugga. Þú lendir hinsvegar örugglega í því við og við að loka flipa, sem þú ætlaðir ekki að loka. Þá er frábært að vita af því að þessi lyklaborðssamsetning:

ctrl+shift+t

...kallar fram síðasta flipann sem þú lokaðir. Ótrúlega einfalt og gagnlegt! Prófaðu bara.

Macintosh notendur athugið: Notið Slaufuhnappinn í stað Ctrl.


Getraun dagsins!

Hvað í ósköpunum þýðir þetta skilti?!?

 

Óskiljanlegt skilti


Hvað ræður röð niðurstaðna hjá Google?

Hefurðu einhvern tíman velt því fyrir þér, hvað ræður röð niðurstaðna hjá Google? Svarið færðu hér: PigeonRank™

PigeonRank

Skoðaðu líka: Leitaðu á Google með hugarorku!


Leitaðu á Google með hugarorku

Google hefur þróað sérstaka leitartækni, sem byggir á því að Google les hugsanir þínar, þannig að þú þarft ekki að hafa fyrir því að skrifa þær. Þú getur prófað tæknina hér, að neðan. Prófaðu oftar en einu sinni, það eru margar niðurstöður, hver annarri skemmtilegri!

Leiðbeiningar:
  • Ef þú notar gleraugu, taktu þau þá af þér. Speglunin truflar niðurstöðuna.
  • Starðu á MentalPlex hringinn, hér til hliðar. ALLS EKKI HREYFA HAUSINN.
  • Sjáðu fyrir þér það sem þú ert að leita að.
  • Þegar þú ert kominn með skýra mynd í hugann, smelltu þá á hringinn.
Spurt og svarað and myndskýringar .


Brjóstgóður bangsi

Brjóstgóður bangsi

Með ákveðnum vilja má sjá nokkuð brjóstgóðan bangsa út úr myndinni. Er enn að jafna mig. Mér er spurn, veit frú Kolbeins af þessu? Líklega er þetta bein afleiðing af því að ég fór í Smáralindina í dag... LoL


Goðsagnir um hjónaskilnaði

Brúðarterta

Eftirfarandi upplýsingar hef ég frá Bandaríkjunum. Sjálfur er ég mjög vel giftur!

  1. Fólk lærir af mistökum. Því eru seinni hjónabönd líkleg til að ganga betur en þau fyrstu.
    Þótt auðvitað sé þetta til í dæminu þá segir tölfræðin okkur annað. Skilnaðartíðni fólks í seinna hjónabandi er hærri en í því fyrsta.
  2. Með því að búa saman áður minnkarðu líkurnar á skilnaði síðar.
    Svo er ekki, að minnsta kosti ekki í Bandaríkjunum. Tímasprengjan virðist byrja að tifa um leið og fólk byrjar að búa saman þótt sambúð sé auðvitað góð leið til að kynnast hinum innri manni.
  3. Skilnaður eru vissulega sársaukafullir fyrir börn, en þau eru fljót að jafna sig.
    Þvert á móti hafa rannsóknir sýnt að skilnaðir sitja í börnum og hafa mælanleg áhrif á hegðun þeirra á fullorðnisárum.
  4. Að eignast barn bætir hjónabandið og minnkar þannig líkur á skilnaði.
    Tíminn eftir að fyrsta barnið fæðist reynir mjög á hjónabandið. Einnig er ekki sjálfgefið að fólk geti eignast barn saman. Það kallar oft á skilnað.
  5. Skilnaður hefur neikvæð áhrif á lífsgæði kvenna en jákvæð á lífsgæði karla.
    Þetta er reyndar rétt, ef eingöngu er litið til efnahagslegra gæða. Tölurnar tala þar sínu máli. En á móti kemur að þegar fólk velur skilnað, þá er það vegna þess að það telur þann kost skárri.
  6. Þegar foreldrar rífast mikið þá er skilnaður betri kostur, barnanna vegna.
    Þetta er hálfsannleikur og þar með jafnframt hálf lygi. Ósamkomulag foreldra hefur vissulega slæm áhrif á börn en ósamkomulagið magnast oft enn meira við skilnaðinn.
  7. Börn sem upplifðu skilnað eru líklegri til að velja maka sína af kostgæfni.
    Enn segja tölurnar okkur annað. Skilnaðartíðnin er hærri hjá fólki, hvers foreldrar skildu.
  8. Vegna þess hve dýrmætt það er fyrir börn að alast upp í fjölskyldu þá er betra fyrir þau að eiga stjúpforeldri, en að alast upp hjá einstæðu foreldri.
    Stjúpfjölskyldumynstrinu fylgja að meðaltali betri efnahagsleg lífskjör. En því fylgja jafnframt önnur samskiptaleg vandamál sem magna hættuna á upplausn.
  9. Erfiðir kaflar í hjónabandi eru fyrirboði skilnaðar.
    Það geta alltaf komið upp erfiðir kaflar. Samkvæmt bandarískri rannsókn lýsti mikill meirihluti fólks, sem upplifði erfiða kafla á einhverjum tímapunkti en skildi ekki, hjónabandi sínu 5 árum síðar þannig að þau væru hamingjusöm eða mjög hamingjusöm.
  10. Karlar eru líklegri til að halda framhjá og hafa frumkvæði að skilnaði.
    Merkilegt nokk, þá er hvorugt rétt.

Hverjir standa á bak við stjórnina?

kort-kjordaemi

Nú þegar útlit er fyrir að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking myndi saman ríkisstjórn er ekki úr vegi að skoða aðeins hverjir standi á bak við hina væntanlegu stjórn.

  • Rúmlega 115 þúsund kjósendur (52%) kusu annanhvorn flokkinn
  • Tæplega 70 þúsund (31%) greiddu einhverjum hinna flokkanna atkvæði sitt
  • Rúmlega 36 þúsund (16%) nýttu sér ekki kosningarétt sinn
Ef litið er til greiddra atkvæða fengu flokkarnir tveir 62%. Þau atkvæði tryggðu þeim 68% þingsæta. Það er því ljóst að ríkisstjórn þessara tveggja flokka hefur mjög sterkan þingmeirihluta. Vandi nýrrar stjórnar liggur hinsvegar í því að meirihluti kjósenda í tveim kjördæmum greiddi öðrum flokkum atkvæði sitt.

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu, greindur eftir kjördæmum

KjördæmiD+S
Af greiddum atkvæðumAf kjörskrá
Suðvestur32.16370%59%
Reykjavík suður24.07467% 55%
Reykjavík norður23.00865% 53%
Suður15.903 62% 52%
Norðvestur8.99249% 43%
Norðaustur12.28248% 41%
Alls115.50262% 52%

Það er ljóst að það verður ákveðin landfræðileg slagsíða á hinni nýju stjórn sem kemur óhjákvæmilega til með að setja þrýsting á málaflokka sem höfðu meira vægi í síðustu stjórn. Hvort að það sé jákvætt eða neikvætt er eflaust hægt að deila um, en það er ágætt að hafa þessar tölfræðilegu staðreyndir í huga næstu daga þegar við fylgjumst með stjórnarmynduninni.

Manstu eftir Titanic?

Utopia Group er kvikmyndahúsakeðja með starfsemi í Benelux löndunum. Hreint ansi skemmtileg auglýsing frá þeim.

Manstu eftir Titanic?

Til varnar Framsóknarflokknum

Merki Framsóknarflokksins

Ímyndum okkur að Sjálfstæðisflokkurinn hefði náð 26 mönnum inn í stað 25. Léki þá nokkur vafi á því hvort að núverandi stjórn héldi áfram? Framsóknarflokkurinn hefur 7 þingmenn, sem eru litlu færri en Vinstrihreyfingin hefur, sjálfskipaður sigurvegari kosninganna. Kosningar eru tæki til að mynda starfhæfan meirihluta. Það, hvaða fylgi flokkar höfðu í öðrum kosningum, er aukaatriði. Vandi Framsóknarflokksins er ekki fylgið, heldur það hversu fáa raunhæfa kosti hann hefur til stjórnarmyndunar. Það yrði ekkert traust milli flokka í vinstristjórn. Jafnframt vantar núverandi stjórn einn mann upp á til að hún sé fýsilegur kostur. Sjálfur kysi ég helst stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, en það er annað mál. Framsóknarflokkurinn á fullt erindi í íslensk stjórnmál, enda standa á bak við hann tæp 12% kjósenda.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband