Færsluflokkur: Tölvur og tækni
31.5.2007 | 11:05
Andlitsmyndaleit hjá Google
Mér er fúlasta alvara. Google er búið að bæta Face recognition við myndaleitina hjá sér. Þetta er ekki orðið opinbert, enda á tilraunastigi, en er samt sem áður opið öllum. Gerum tilraun. Venjuleg myndaleit að "London" skilar eftirfarandi niðurstöðum (á myndinni eru birtar íslenskar niðurstöður - ræðst af því hvernig Google er stillt hjá þér):
Bættu nú við leitarstrenginn eftirfarandi viðbót og ýttu á Return hnappinn: &imgtype=face
Niðurstöðurnar verða nú þessar (á myndinni eru birtar íslenskar niðurstöður - ræðst af því hvernig Google er stillt hjá þér):
Google er svo sannarlega magnað fyrirtæki. Njótið!
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.5.2007 | 00:33
Frábær flýtileið fyrir Firefox

Ef þú ert ekki þegar komin/n með Firefox - hér er hann, gjörðu svo vel. Firefox er ókeypis og frábær vafri, hvort sem þú notar Windows, MacOS X eða Linux.
Þau ykkar sem notið Firefox hafið væntanlega flest tileinkað ykkur að opna síður í flipa (ctrl+smella) frekar en í glugga. Þú lendir hinsvegar örugglega í því við og við að loka flipa, sem þú ætlaðir ekki að loka. Þá er frábært að vita af því að þessi lyklaborðssamsetning:
...kallar fram síðasta flipann sem þú lokaðir. Ótrúlega einfalt og gagnlegt! Prófaðu bara.
Macintosh notendur athugið: Notið Slaufuhnappinn í stað Ctrl.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)