Færsluflokkur: Íþróttir

Til hamingju Unitedmenn!

Þrátt fyrir að vera einarður stuðningsmaður Liverpool, þá ber ég virðingu fyrir góðum fótbolta, sama hvaðan hann kemur. United spilar skemmtilegan bolta og baráttugleði liðsins er aðdáunarverð. Mikilvægir leikir ráðast hinsvegar furðu oft af því hvort að Rooney er í stuði, og það var hann svo sannarlega í kvöld! Seinni leikur liðanna á San Siro er leikur sem maður má helst ekki missa af.


mbl.is Rooney tryggði Manchester United sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í slagtogi með Bin Laden

Bin Laden með Arsenal merkið

Það hlýtur að teljast nokkurt vatn á myllu breskra lýðveldissinna, að það sé komið í ljós að sjálf drottningin sé í slagtogi með hryðjuverkaforkólfinum Osama Bin Laden, þegar kemur að knattspyrnunni (skemmtileg grein um það mál hér). Ég vona bara að hún hafi fundið heilbrigðari útrás fyrir pirringinn, sem óhjákvæmilega fylgir því að halda með þessu lánlausa Lundúnarliði.


mbl.is Drottningin heldur með Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband