Bloggvísir I

Ég mæli með bloggi Bjarka Tryggvasonar. Ég þekki Bjarka ekki neitt, nema í gegnum blogginn, en tel hann til minna bestu bloggvina. Pælingar hans eru athyglisverðar og endurnærandi í amstri dagsins. Bjarki hefur jákvæða lífssýn og fallega trú sem fleytir honum í gegnum lífið. Þetta kemur frá efasemdarmanninum mér, þannig að eitthvað hlýtur nú að vera í hann spunnið.

Ég mæli ennfremur með því að fólk flakki svolítið um og kynni sér bloggvini bloggvina sinna. Líkur eru á að þið eigið nú kannski eitthvað sameiginlegt með þeim, fyrst að bloggvinur ykkur sá eitthvað við þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Það er gaman að eiga blogg vini eins og þig:) Ég sé það á þínum skrifum að þú ert ekkert fake heldur kemur til dyranna eins og þú ert. Það er mér mikill heiður að eiga þig sem vin þó við séum bara bloggvinir. Takk fyrir þetta hrós mér finnst í raun eins og ég þekki þig, þó ég geri það ekki:)

Bjarki Tryggvason, 6.5.2007 kl. 02:58

2 identicon

Ertu að kommenta á sjálfan þig?

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 17:07

3 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Haha nei - en ég skil þig vel! Ég gerði einmitt athugasemd við færslu hjá Bjarka um daginn og benti á að þetta væri orðið einhverskonar skjallbandalag hjá okkur. Þetta er það sem er svo frábært við svona félagsvefi, þeir leiða fólk saman sem á samleið á einhverju sviði.

Kallaðu mig Komment, 6.5.2007 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband