Frændi minn Baggalútur

Baggalútur

Ég var að átta mig á því að ég og Bragi Valdimar Skúlason, forsvarsmaður Baggalúts, erum náfrændur. Ég vissi að við værum að einhverju leyti skyldir, en að skyldleikinn væri þetta mikill, kom mér í opna skjöldu. Þar sem við erum náfrændur leyfi ég mér að telja persónur okkar, þá Enter og Komment, það líka. Ég hef einmitt haft mest dálæti á skrifum Enters á þeim ágæta vef, Baggalút.

Ég kem að sjálfsögðu til með að nýta mér þennan skyldleika óspart til að vekja athygli á eigin bloggi í framtíðinni.

Ég þarf síðan greinilega að gæta mín á því að hæla ekki bloggvinum mínum um of. Ég fékk á áðan þá spurningu hvort sá ágæti drengur Bjarki Tryggvason og ég værum eini og sami maðurinn. Svo er ekki. Ég vil jafnframt taka það fram að það er ekkert hæft í þeim þráláta orðrómi að ég sé Sigmar Guðmundsson að skrifa undir dulnefni. Auk þess neita ég því afdráttarlaust að hér sé um að ræða þriðja blogg Guðmundar Magnússonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband