6.5.2007 | 22:44
10 merki þess að þú rukkir of lítið
Hvort sem þú vinnur við vefhönnun eða hellulagnir ættirðu að hugsa þinn gang ef þetta á vel við þig.
- Þeir sem þú skiptir við rugla heildarverðinu saman við útselda vinnu á klukkustund.
- Þú færð öll verk sem þú býður í.
- Jafnvel þótt þú vinnir 80 stundir á viku þá ertu undir lágmarkslaunum.
- Nýir verkkaupar spyrja alltaf hvað hangi á spýtunni.
- Verkkauparnir greiða reikningana þína hlægjandi.
- Þeir greiða þá með seðlum, beint upp úr veskinu.
- Fastir verkkaupar hafa ekki einu sinni fyrir því að spyrja hvað verkið komi til með að kosta.
- Þú hefur nóg að gera. Samt lifirðu á upphituðum réttum frá 1944.
- Systir þín hefur það betra en þú og hún vinnur á kassanum í 10/11.
- Aðrir verktakar vilja ólmir ráða þig sem undirverktaka.
Athugasemdir
Þú ert snillingur.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 7.5.2007 kl. 04:25
Þeir, sem vinna á lager, eru á föstum launum.
Júlíus Valsson, 8.5.2007 kl. 15:25
Já ef þetta ætti bara við um forrík ljóðskáld!
Haukur Már Helgason, 8.5.2007 kl. 19:20
Lagerstarfsmenn og ljóðskáld - skal hafa ykkur í huga fyrir næsta lista! :)
Kallaðu mig Komment, 8.5.2007 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.