Seldi sófa, áskotnaðist kona

donghia-belaggio-sofa

Á síðasta ári setti breskur maður inn auglýsingu á Craigslist, sem er vinsæll póstlisti, sérstaklega hjá fólki í upplýsingatæknigeiranum, vegna forláta sófa, sem hann vildi selja. Svo vildi til að kynni tókust með manninum og konunni sem keypti sófann. Í dag eru þau hjón, sitja saman í sófanum á kvöldin og horfa á CSI.

Ég vil nota tækifærið og benda á frábæra hliðstæða þjónustu hérlendis, sem kallast Partalistinn. Mér er ekki kunnugt um að hjónaband hafi orðið til upp úr viðskiptum í gegnum hann, en það er þó aldrei að vita. Ennfremur verður fróðlegt að fylgjast með því hvort að sófinn verður settur aftur í sölu á Craigslist ef hjónabandið fer út um þúfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh, ég sem er búin að hanga á kassi.is í leit að sófakærasta/kærastasófa.

Gastu ekki ropað þessu út úr þér fyrr, Komment?! 

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 22:10

2 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Nú skráirðu bara allt úr geymslunni í Partalistann og vonar það besta. :)

Kallaðu mig Komment, 8.5.2007 kl. 22:48

3 identicon

En hér er mitt vandamál:  Mér líkar vel við sófann og á engan aukalega í geymslunni.

Hins vegar get ég alveg látið gamlan sólstól sem ég á sem datt í sundur níutíu-og-eitthvað.  Heldurðu að eðalkarlmenn setji það fyrir sig?

Kæri Komment, ástarlíf mitt er í þínum höndum. 

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 00:25

4 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Ef þú heldur rétt á spilunum þá þarftu ekki að láta sófann. Sófinn er bara agnið. Vandinn er hinsvegar sá að ef úr þessu yrði nú samband þá myndirðu alltaf spyrja þig, að hve miklu leyti er það sófinn og að hve miklu leyti þú, sem hann girnist? Svo væri maðurinn náttúrlega sófisti samkvæmt skilgreiningu.

Kallaðu mig Komment, 9.5.2007 kl. 00:55

5 identicon

Ég mun pipra, er það ekki? 

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 02:26

6 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég auglýsti eftir straumbreyti á fartölvuna mína og fékk straumbreyti á fartölvuna mína. Spurning hvort ég auglýsi eftir dósaopnara, þá hlýtur eitthvað að gerast.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 9.5.2007 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband