14.5.2007 | 23:59
Verið velkomin á veitingarhús Microsoft
Hér er endurbætt útgáfa af skemmtilegri pælingu. Hvað ef veitingarhús væru rekin eins og notendaþjónusta?
Viðskiptavinur: Þjónn!
Þjónn: Góðan daginn, ég heiti Bill og er hér til að aðstoða þig. Er eitthvað sem ég get hjálpað þér með?
Viðskiptavinur: Já, það er fluga í súpunni!
Þjónn: Ok, kíktu aftur. Kannski er flugan ekki þá.
Viðskiptavinur: Jú, flugan er þarna ennþá!
Þjónn: Kannski er vandamálið, hvernig þú borðar súpuna; gætirðu prófað að borða hana með gaffli?
Viðskiptavinur: Þótt ég noti gaffal þá er flugan enn í súpunni!
Þjónn: Súpan gæti verið ósamhæfð við skálina. Hvernig skál ertu með?
Viðskiptavinur: Ég er með súpuskál!!!
Þjónn: Hmmmm... þá ætti það að virka. Kannski er þetta uppsetningarvandamál, hvernig var skálin sett upp?
Viðskiptavinur: Þú komst með hana á bakka! Hvað hefur það að gera með fluguna?
Þjónn: Manstu allt sem þú gerðir áður en þú varðst var við fluguna?
Viðskiptavinur: Já, ég gekk inn, settist við þetta borð og pantaði súpu dagsins!
Þjónn: Einmitt - hefurðu hugleitt að uppfæra yfir í nýjustu súpu dagsins?
Viðskiptavinur: Nýjustu... hva... eruð þið með margar súpur dagsins?
Þjónn: Já, elskan mín góða... þær breytast á klukkutíma fresti.
Viðskiptavinur: Nú - og hvernig súpa er súpa dagsins núna?
Þjónn: Það er tómatsúpa.
Viðskiptavinur: Fínt! Láttu mig fá tómatsúpu þá og reikninginn... ég er að verða of
seinn.
Þjónninn fer og kemur aftur með súpuskál og reikning.
Þjónn: Gjörðu svo vel - hér er súpa dagsins og reikningurinn.
Viðskiptavinur: En... þetta er... blómkálssúpa?
Þjónn: Já, tómatsúpan var ekki tilbúin.
Viðskiptavinur: Jæja þá... ég er orðinn glorsoltinn. Ég held að ég geti borðað hvað
sem er .
Þjónninn fer.
Viðskiptavinur: Þjóóóónn!!! Það er geitungur í súpunni minni!!!
Súpa dagsins: kr. 790
Uppfærsla á súpu dagsins kr. 390
Aðgangur að þjónustu og aðstoð kr. 2.990
Athugið, flugur í súpu eru viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Súpa morgundagsins verður flugnalaus.
Athugasemdir
Ég er svo blessaður að eiga Maca:)
Bjarki Tryggvason, 15.5.2007 kl. 00:13
Kannski skrifa ég bara aðra útgáfu fyrir Makkaeigendur.
Kallaðu mig Komment, 15.5.2007 kl. 00:18
Nei, það er ómuglegt að gera svona góða og fyndna útgáfu um Maca;)
Bjarki Tryggvason, 15.5.2007 kl. 00:49
Góður!
Sigrún Þöll, 15.5.2007 kl. 10:39
HaHa fyndið. Bjarki mundu svo drengur það er rangt að segja ómuglegt
Geiri (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 20:16
Fyndinn ertu og þarna er líka sannleikskorn.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 17.5.2007 kl. 00:53
Snilld eins og þín er von og vísa
Stryker, 19.5.2007 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.