Svona á að sækja um starf

bonus_logo

Þessi á skilið Thule. En hann mun ekki geta drukkið hann í vinnunni. Úr almennri umsókn um starf hjá ónefndri lágvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu.

Starf sem sótt er um: Ég væri vel sáttur við stöðu forstjóra eða verslunarstjóra. Reyndar bara hvað sem er. Ef ég gæti valið úr störfum þá væri ég varla að sækja um hérna eða hvað?
Sækistu eftir fullu starfi? Svo lengi sem ég fæ greitt fyrir fullt starf, þá er mér sama þótt það sé hlutastarf.
Reykir þú? Meðan ég vinn, nei. Í reykingapásum, já.
Hefur þú hreint sakarvottorð? Þeir hafa aldrei náð mér.
Áttu auðvelt með að vinna sjálfstætt? Mér finnst best þegar enginn fylgist með mér.
Hvernig er heilsufar þitt? Fínt, takk fyrir að spyrja.
Áttu auðvelt með samskipti? Ef það væri ekki fyrir öll fíflin, þá gengju þau vel.
Áttu auðvelt með að vinna undir álagi? Það fer eftir því hver liggur á mér.
Menntun: Já takk, hefði ekkert á móti henni. Fylgir hún með?
Síðasta starf: Enn verra.
Heildarlaun í síðasta starfi: Minni en ég átti skilið.
Helstu afrek í starfi: Er búinn að koma mér upp frábæru safni af stolnum pennum og merkimiðum.
Ástæða þess að þú hættir í síðasta starfi:
Hafði ekki lengur neitt til að skrifa með - eða á.
Launaóskir: 2 milljónir á mánuði væru fínar. Starfslokasamningur vel þeginn. Ef það gengur ekki gerið mér þá tilboð og við komumst að samkomulagi.
Tungumálakunnátta: Þegar ég hef fengið mér í glas þá bæði skil ég og tala flest tungumál.
Tölvukunnátta: Ég nota netið og er mjög lunkinn í að leggja kapal.
Meðmælendur: Fyrri vinnuveitendur væru eflaust tilbúnir til að mæla með mér, ef það væri tryggt að ég kæmi ekki til þeirra aftur.
Hvar sérðu sjálfan þig eftir 5 ár? Á Bahamas, umvafinn kvenfólki. Reyndar sé ég mig þar fyrir mér núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Góður....

Eva Þorsteinsdóttir, 16.5.2007 kl. 16:05

2 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Mikill sannleikur þar á ferð, reyndar ætti að standa þarna "Svona á ekki að sækja um starf";) Heyrumst herra fyndinn:)

Bjarki Tryggvason, 16.5.2007 kl. 16:20

3 identicon

Mjög skemmtileg færsla, verst að hún er greinilega þýdd orð-fyrir-orð, en það skiptir ekki öllu máli :)

Gunnar Hrafn (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 16:22

4 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Takk, takk - allir!

Gunnar, rétt hjá þér - að hluta. :-) Þetta byggir á erlendi fyrirmynd. Ég snaraði ca. 40% beint yfir úr ensku. Hinsvegar var svo margt sem átti ekki við íslenskan veruleika að ég samdi restina.

Kallaðu mig Komment, 18.5.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband