18.5.2007 | 01:14
Hverjir standa á bak við stjórnina?
Nú þegar útlit er fyrir að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking myndi saman ríkisstjórn er ekki úr vegi að skoða aðeins hverjir standi á bak við hina væntanlegu stjórn.
- Rúmlega 115 þúsund kjósendur (52%) kusu annanhvorn flokkinn
- Tæplega 70 þúsund (31%) greiddu einhverjum hinna flokkanna atkvæði sitt
- Rúmlega 36 þúsund (16%) nýttu sér ekki kosningarétt sinn
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu, greindur eftir kjördæmum
Kjördæmi | D+S | Af greiddum atkvæðum | Af kjörskrá |
Suðvestur | 32.163 | 70% | 59% |
Reykjavík suður | 24.074 | 67% | 55% |
Reykjavík norður | 23.008 | 65% | 53% |
Suður | 15.903 | 62% | 52% |
Norðvestur | 8.992 | 49% | 43% |
Norðaustur | 12.282 | 48% | 41% |
Alls | 115.502 | 62% | 52% |
Það er ljóst að það verður ákveðin landfræðileg slagsíða á hinni nýju stjórn sem kemur óhjákvæmilega til með að setja þrýsting á málaflokka sem höfðu meira vægi í síðustu stjórn. Hvort að það sé jákvætt eða neikvætt er eflaust hægt að deila um, en það er ágætt að hafa þessar tölfræðilegu staðreyndir í huga næstu daga þegar við fylgjumst með stjórnarmynduninni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:15 | Facebook
Athugasemdir
Það ánægjulegasta við væntanlega ríkisstjórn er sú staðreynd að stjórnarþingmönnum frá Reykjavík fjölgar um helming. Hugsanlegt er að þá verði meiri áhersla lögð á málefni höfuðborgarsvæðisins, til dæmis í samgöngumálum.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 18.5.2007 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.