Var ég ritskoðaður?

Ritskoðun?

Fyrr í kvöld skrifaði ég færslu, sem fól í sér gagnrýni á vafasöm vinnubrögð, sem við verðum því miður alltof oft vitni að í bandarískum stjórnmálum, þ.e. hvernig farið er í ófrægingarherferð gagnvart einstökum frambjóðendum, í þessu tilviki Hillary Clinton. Stuttu síðar varð ég var við að tengingin við fréttina, sem ég vann færsluna út frá, var horfin úr færslunni og ómögulegt fyrir mig að fá hana inn aftur. Ég prófaði bæði að skrifa nýja færslu (tengingin vildi eftir sem áður ekki birtast) og að tengja við aðra frétt (það gekk hinsvegar eins og í sögu). Ég er búinn að skrifa til vina minna hjá blog@mbl.is og óska eftir skýringum. Er ég fórnarlamb ritskoðunar eða tæknilegrar bilunar? Spennandi! Ég læt ykkur vita hvað kemur út úr þessu! Smile Hefur eitthvert ykkar lent í svipuðu?

Hér er annars fréttin.

Nýjustu upplýsingar: Það er komið í ljós að þetta var tæknileg bilun. Fréttin hefur nú meira að segja verið tengd sérstaklega fyrir mig í kerfinu og hafi mbl.is þökk fyrir. Ansans, það hefði verið miklu meira spennandi ef þetta hefði nú verið ritskoðun! Ég ætla að nota tækifærið og hrósa mbl.is fyrir góða notendaþjónustu. Ég er mikill áhugamaður um vefþróun og hef spurt þá um ýmsa hluti. Aldrei hefur það brugðist að ég hafi fengið skýr og góð svör. Þau ykkar, sem aðhyllast samsæriskenningar, getið hinsvegar velt því fyrir ykkur: ætli ég hafi skrifað þetta, eða var það kannski einhver hjá mbl.is? Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Engin spurning. Þeir eru á eftir þér, bara spurning hvernær það gerist. Ég myndi horfa vel í kring um mig næstu daga og hafa karatesparkið tilbúið.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 28.5.2007 kl. 09:52

2 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Þú gafst mér hugmynd að frábærri færslu - skrifa hana á eftir. :-)

Annars er ég fyrst og fremst forvitinn að vita hvernig kerfið virkar. Vinir mínir hjá mbl.is eru að gera frábæra hluti.

Kallaðu mig Komment, 28.5.2007 kl. 10:18

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Endilega láttu vita hvað kemur út úr þessu. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.5.2007 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband