29.5.2007 | 09:53
Svona er kosið í einræðisríkjum
Það er nokkuð ljóst hvað ætlast var til að kosið væri, hér að neðan. Kosningarnar snerust um inngöngu Austurríkis í þýska ríkjasambandið og stuðning við flokk þjóðernisjafnaðarmanna, ári áður en seinni heimsstyrjöldin braust út.
Fyrir þá sem eru farnir að ryðga í menntaskólaþýskunni: "Ert þú samþykk/ur því að Austurríki hafi að nýju fengið inngöngu í þýska ríkjasambandið, sem tók gildi 13. mars 1938, og kýst þú flokk foringja okkar, Adolfs Hitler?". Stærri hringurinn er merktur já, sá minni nei.
Þetta er ekkert plat.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Facebook
Athugasemdir
Og kaustu....... ;)
Eva Þorsteinsdóttir, 29.5.2007 kl. 15:55
Hey, ég er ekki það gamall!!
Annars er ég eins langt frá því að vera þjóðernisjafnaðarmaður og hugsast getur. Ég mismuna ekki fólki eftir þjóðerni, ég er alþjóðasinni, og ég trúi á frelsi, ekki jöfnuð.
Kallaðu mig Komment, 29.5.2007 kl. 17:29
...frábær kosngingaseðill - fyrir sálfræðinga að pæla í.
Benedikt Halldórsson, 30.5.2007 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.