Hvers eiga óbeinir reykingamenn að gjalda?

Talsmaður samtakanna

Frá upphafi hafa óbeinir reykingamenn geta notið þess að anda að sér reyk annarra í góðra vina hópi á krám og veitingarstöðum. Vegna laganna sem tóku gildi nú um mánaðarmótin heyrir það nú sögunni til.

"Það er búið að taka af okkur ánægjuna við að fara út að skemmta okkur", segir Salvör Guðbjartsdóttir, talsmaður nýstofnaðra samtaka óbeinna reykingamanna. "Sjálf er ég einstæð tveggja barna móðir og hef einfaldlega ekki ráð á því að greiða fyrir mínar reykingar. Óbeinar reykingar eru eini kosturinn í stöðunni fyrir mig og nú er búið að taka hann frá mér. Það virðist enginn bera hagsmuni okkar fyrir brjósti."

Salvör vonast til að nýskipaður heilbrigðismálaráðherra gangi í málið. "Það virðist hafa gleymst að hugsa um okkur. Fyrir hvern beinan reykingamann eru fimm óbeinir reykingamenn. Það eru ansi mörg atkvæði, gleymum því ekki!"

Og Salvör bætir við: "Ég lít á þetta sem aukna skattheimtu. Það er augljóst að þetta kemur verst við okkur, sem minnst höfum á milli handanna." En hverju munu samtökin beita sér fyrir? "Við teljum að ríkið eigi að niðurgreiða reykingar í stað þess að skattleggja þær, enda eru reykingar í eðli sínu velferðarmál. Reykingar kunna hugsanlega að stytta lífið en þær gera það bara svo miklu skemmtilegra! Það er engin spurning að við höfum orðið fyrir töluverðri skerðingu á lífskjörum."

Varúð: Lesist eingöngu til skemmtunar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Þú ert skemmtilegur og sá skemmtilegasti að mínu mati:)

Bjarki Tryggvason, 3.6.2007 kl. 11:48

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Muhahahaha..........

Eva Þorsteinsdóttir, 3.6.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband