3.5.2007 | 00:11
Taktu prófin með trukki*

Enn er þetta vefur sem gefur og að þessu sinni fá námsmenn að njóta gjafmildinnar. Ég hef tekið saman 10 leiðir til að bæta námsárangur eða þá að ná prófum með sem minnstri fyrirhöfn. Njóttu vel!
- Brjóttu verkið niður. Námsefnið kann að virðast óyfirstíganlegt en með því að skipta því niður í nokkra hluta, þá er auðveldara að ná tökum á því.
- Forgangsraðaðu. Efnið er ekki allt jafn mikilvægt. Þegar tíminn er takmarkaður þarftu að kunna að forgangsraða. Þú getur t.d. skipt því í þrjá flokka: A. Efni sem þú verður að lesa og kunna. B. Efni sem þú getur farið hraðar í gegnum en þarft að vita um hvað það snýst - lestu inngang, niðurstöður, fyrirsagnir, upptalningar og skoðaðu myndir og töflur. Og síðan er það síðasti og að sumra mati skemmtilegasti flokkurinn, C. Efni sem þú getur sleppt! En til þess að sleppa efni þarftu að gera þér grein fyrir því hvað skiptir mestu máli.
- Skiptu efninu niður á þann tíma sem þú hefur. Ef þú hefur fimm daga, skiptu þá efninu (A og B) í fimm hluta. Ef þú hefur ráð á því, notaðu a.m.k. hluta af síðasta deginum til að fara hratt í gegnum aðalatriðin úr því efni sem þú hefur þegar farið yfir.
- Einangraðu þig. Taktu nokkra klukkutíma frá á hverjum degi þar sem þú slekkur á símanum, sjónvarpinu, iPoddinum og tekur routerinn úr sambandi! Það er ótrúlegt hvað þú getur komið miklu í verk þegar ekkert og enginn truflar þig. Fyrir þá sem geta ekki slökkt á símanum, settu hann þá a.m.k. á silent. Ekki svara nema að það sé neyðartilvik. Það er ekki neyðartilvik þegar vinir hringja.
- Leitaðu ráða. Með sama hætti og að það er frábært að loka sig af, þá er frábært að eiga góða að. Nýttu þér félagana ef eitthvað er að vefjast fyrir þér - utan þess tíma sem þú ert að einbeita þér að efninu!
- Verðlaunaðu þig. Þegar þú ert búin/n með það efni sem þú ætlaðir þér að taka - gerðu þá eitthvað skemmtilegt! Fáðu þér hreint loft. Horfðu á sjónvarpsþátt. Breyttu til.
- Sofðu. Ekki falla í þá freistingu að sleppa að sofa nóttina fyrir prófið, það kemur niður á dómgreind þinni og rökhugsun. Þú gerir fleiri villur þegar þú ert ósofin/n.
- Byrjaðu. Geymdu ekki allt fram á síðustu stundu.
- Safnaðu saman skyldum verkum. Þetta á bæði við um námið og annað. Ef þú þarft t.d að fletta einhverju upp á netinu, punktaðu það hjá þér - flettu því ekki upp strax - safnaðu atriðunum saman og afgreiddu þau hvert á fætur öðru þegar þú ert búin/n með afmarkaðan hluta þess sem þú ætlaðir þér að gera.
- Komdu reglulega inn á komment.blog.is. ...en ekki hanga hérna alltof lengi! Farðu nú að læra!

Athugasemdir
Takk fyrir þetta:) Þú ert meiriháttar bloggari;)
Bjarki Tryggvason, 3.5.2007 kl. 00:29
Þessi listi er snilldin ein!
Ég er reyndar að brjóta reglu númer sjö as we speak...
Lilja Haralds (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 04:19
Bjarki: Þetta er orðið hálfgert skjallbandalag hjá okkur!

Lilja: Bangsi er virkilega sætur, en þú hefur augljóslega afleitan smekk á fótbolta!!
Kallaðu mig Komment, 3.5.2007 kl. 09:48
Ho ho
Lilja Haralds (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.