Morðóðir Norðmenn?

Noregur

Þegar fylgst er með fréttum frá Norðurlöndum virðist tvennt standa upp úr. Óvenjumörg morð virðast vera framin í Noregi og nýbúar sýnast koma þar merkilega oft við sögu. Hér væri auðvelt að hrapa að ályktunum. Ekki er þó allt sem sýnist.

Í fyrsta lagi þá er morðtíðni í Noregi sú lægsta á Norðurlöndum (0,78 á hverja 100.000 íbúa) og er þá Ísland meðtalið (1,03 á hverja 100.000 íbúa hér).

Í öðru lagi verður að hafa í huga að ekki þykja öll morð jafn fréttnæm. Það vekur einfaldlega meiri athygli þegar nýbúi kemur við sögu. Þetta er svipað því þegar tekið er fram í landsmálafréttum að utanbæjarmaður hafi verið að verki.

Þannig að þú, lesandi góður, þarft ekki að stökkva strax til og kjósa Frjálslynda flokkinn, að minnsta kosti ekki á þessum forsendum.


mbl.is Norsk lögregla leitar manns sem talinn er hafa myrt konu og barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Við erum öll útlendingar, séð utan frá.

Kallaðu mig Komment, 3.5.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband