26.5.2007 | 16:47
Google til varnar
Ef þú ert vön eða vanur að fara í Melabúðina og kaupa kjúkling á föstudögum, myndirðu móðgast ef Friðrik verslunarstjóri segði við þig um leið og þú gengir inn: "Heyrðu, við erum tilboð á kjúklingi í dag!".
Líkt og að kauphegðun gefur vísbendingar um það, hverju neytendur eru spenntir fyrir, þá veita leitarorð dýrmætar upplýsingar um það hverju notendur hafa áhuga á. Viðskiptahugmyndin á bak við Google er að færa notendur sem næst þeim upplýsingum, sem þeir eru á höttunum eftir. Ég vil einmitt sjá auglýsingar um hugðarefni mín. Auglýsingar um dömubindi og augnskugga gera ekkert fyrir mig.
Það væri hinsvegar gott væri að geta að frábeðið sér vissar auglýsingar. Það er hvorki í hag auglýsandans né þess sem auglýsingin beinist að hún pirri hann eða hana. Ég efast ekki um að sá möguleiki á eftir að koma.
Ég mæli annars með kjúklingnum í Melabúðinni. Ber af!
Meðferð Google á persónuupplýsingum veldur áhyggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.