Misskilningur

Fegurðardrottning

Jóhanna Vala samsamaði sér vel, brosti fallega og tók sig vel út á sviðinu. Ég náði í lokin á þessu og sá ekki betur en að hún ætti sigurinn fyllilega skilið. Það væri hinsvegar eðlilegra að tala um sýningu frekar en keppni. Hér er verið að sýna eitt form fegurðar og ekkert út á það að setja. Fólk var hvorki neytt til að taka þátt né að horfa á þetta, svo ég best viti. Keppni felur hinsvegar í sér átök, að keppendur leggi hart að sér. Ég er ekki viss um að það að gæta að mataræðinu, liggja í ljósabekkjum og reyna að mismæla sig ekki sé nóg til að réttlæta að kalla þetta keppni. Þetta er hinsvegar ekkert verri skemmtun fyrir vikið. Til hamingju Jóhanna Vala. Þú ert sæt og nú hefurðu það skjalfest.


mbl.is Jóhanna Vala er ungfrú Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Og kórónu til að sanna það......

Eva Þorsteinsdóttir, 26.5.2007 kl. 17:45

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Flott stelpa sem hafði mikla yfirburði

Guðrún Magnea Helgadóttir, 26.5.2007 kl. 19:19

3 Smámynd: Solveig Pálmadóttir

Áberandi fallegust, með mikla útgeislun.

Solveig Pálmadóttir, 26.5.2007 kl. 22:50

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sjálfur er ég alltaf kominn á fremsta hlunn með að gagnrýn keppnina sem slíka og bla, bla, bla eins og gengur en þegar valið hefur farið fram, verður maður kjaftskopp....og ekkert verður úr bla balinu...það var sagt að rónarnir kæmu óorði á áfengi, en sama átt en í öfugri röð þó gefa stúlkurnar keppninni hf, afar góða gæðavottun en þá er allt púður úr nöldrinu og það eina sem maður getur sagt er; til hamingju með titilinn Jóna Valdís.

Benedikt Halldórsson, 27.5.2007 kl. 03:10

5 Smámynd:  Hvundagshetjan

sæt stelpa, að mínu mati er samt alltaf best hvað þær verða allar góðar vinkonur stelpurnar sem taka þátt í keppninni.

Hvundagshetjan, 27.5.2007 kl. 09:07

6 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Hetja: Að sama skapi finnst mér alltaf svo sætt hvað þið eruð miklir vinir, strákarnir í fjármálaheiminum. :-)

Kallaðu mig Komment, 27.5.2007 kl. 12:07

7 Smámynd: Sigrún Þöll

Hvað meinaru!.. Það er geðveikt erfitt að vera svona sætur.. pældíþí hvað er ógisslega vont að fara í hárlengingu.. *pængítyggjókúlu* Horfiruekkiá American Next top model! gerðu það! þá skillr þetta! Svo er þetta líka keppni um hver getur staðið lengt úti í frosti án þess að fá kul! Hrikalegatöff að vera módel á Islandi! þúst kuldinn! Og svo er líka fullt sem þú veist ekkert um.. eins og hver er með stæstu blöðruna á tánni! hlustaðr aldrei á öskubusku þaddna! sumar misstu tærnar...

Þetta er keppni!

thihi........ Stundum er líka ekkert að marka það sem ég segi :)

Sigrún Þöll, 28.5.2007 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband