27.5.2007 | 22:27
Nýjar ásakanir
Nú er að koma upp á yfirborðið að Hillary Rodham Clinton, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, mun hafa sagt margsinnis ósatt á átta ára tímabili, eða nánar tiltekið á árunum 1951 til 1959, þegar Hillary var 4-12 ára gömul. Lygarnar munu spanna allt frá því að hafa sagst vera búin með matinn sinn til að vera búin að læra heima. Í ljósi mikilvægi þess að sá eða sú sem kemur til með að gegna valdamesta embætti jarðarinnar sé laus við allan breyskleika, þá hefur George W. Bush skipað nefnd, sem er ætlað það hlutverk að komast til botns í þessu máli. Meðal annars verður rætt við skólafélaga hennar úr leikskólanum, en leyniþjónustan hefur lýst yfir áhyggjum sínum af því að a.m.k. einn þeirra mun vera af sýrlenskum uppruna. Ekki er talið útilokað að hann hafi leikið sér í sama sandkassa.
Bill vildi skilnað frá Hillary árið 1989 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Óþekk stelpa....
Eva Þorsteinsdóttir, 27.5.2007 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.