Rétt aðeins forsmekkurinn

Big brother

Það er fyrirséð að þessi hugmynd verði að veruleika. Í fyrsta lagi er þetta tæknilega mögulegt. Í öðru lagi er eftirspurn eftir þessari þjónustu, sem gerir hana hagrænt fýsilega. Áhyggjufullir aðstandendur sjá til þess. Að lokum er andlega vanheilt fólk í engri aðstöðu til að mótmæla þessu.

Það kemur mér hinsvegar á óvart að enginn hafi enn séð sér hag í því að bjóða foreldrum sambærilega þjónustu. Ég þykist nokkuð viss um að það sé bara spurning um tíma hvenær börn verða merkt með þessum hætti. Hver vill ekki vita hvar barnið sitt er þegar níðingar leynast í hverju skoti?

Þegar sú kynslóð vex úr grasi þarf síðan ekki nema hryðjuverk á borð við 9/11 til að krafan komi loks fram að allir verði merktir - til að tryggja eigið öryggi og þjóðarinnar.

Förum vel með frelsið til að forða því að heimurinn verði svona.


mbl.is Rafræn merking eldra fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband