Hvílíkt lýðskrum

Ástæða þess að Sarkozy nýtur meira fylgis en Royal er einföld. Meirihluti Frakka lét ekki ginnast af innstæðulausum loforðum hinnar síðarnefndu. Nú á að reyna að brúa bilið með slagorðaflaum. Í stað þess að bjóða upp á raunhæfar lausnir á þeim vandamálum sem Frakkar glíma við fer hún þá ódýru leið að reyna að telja kjósendum trú um að þarna takist á gott og illt, beitir vopnum sem ég var að vona að hefðu verið grafin í lok kaldastríðsins.

Tengt þessu þá þykir mér alltaf jafn sárt þegar ég verð vitni að umburðarleysi þeirra sem gefa sig út fyrir að vera málsvarar réttlætis og manngildis gagnvart þeim sem leyfa sér að efast um þær leiðir sem þeir stinga upp á. Því miður á það við alltof marga í pólitíkinni, jafnt hér heima sem úti í hinum stóra heim. Ég beini þessu til allra sem telja sig betri en samferðarmenn sína, sama hvar í flokki þeir standa.


mbl.is Royal hvetur andstæðinga peningahyggjunnar til að sameinast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband