Staða og horfur fram að kosningum

ad_117_1365

Sá ágæti maður, Ólafur Þ. Harðarson, sagði eitt sinn við mig á göngunum í Odda: "Þegar maður lærir stjórnmálafræði, fer manni smám saman að þykja vænt um alla flokka." Svei mér þá, ef það er ekki eitthvað að marka þetta.

  • Framsóknarflokkurinn á hrós skilið enda hafa flokksmenn unnið hart að því að undanförnu að bæta ímynd flokksins. Mál Jónínu Bjartmarz hlýtur hinsvegar - og ætti - að kalla fram óbragð í munni kjósenda.
  • Ég tek undir það sem Andrés Magnússon sagði fyrr í kvöld að ef kosningarnar koma til með að snúast um hæfni Geirs H. Haarde að leiða þjóðina, þá eru það góðar fréttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Stjórnarandstaðan er ekki öfundsverð að þurfa að glíma við Geir og Þorgerði Katrínu.
  • Frjálslyndi flokkurinn hagnast á því að kjósendur eru orðnir þreyttir á því að hlusta á gagnrýni á stefnu flokksins í málefnum nýbúa. Gagnrýnin kom í raun á besta tíma fyrir flokkinn. Hann á bara eftir að sækja í sig veðrið fram að kosningum. Gleymum því heldur ekki að í kjörklefanum þurfa menn ekki að svara fyrir fordóma sína, þetta er leynileg kosning.
  • Ómar Ragnarsson er því miður á góðri leið með að eyðileggja Íslandshreyfinguna. Ómar kemur fram í fjölmiðlum sem hugsjónarmaður án jarðtengingar. Engum er illa við Ómar, en kjósendur virðast ekki ná að sjá hann fyrir sér sem stjórnmálaleiðtoga.
  • Samfylkingin náði að tryggja sér meira fylgi en henni bar í raun með hræðsluáróðri við síðustu kosningar. Innanbúðarvandamál hafa síðan komið í veg fyrir að fastafylgi flokksins hafi fylgt því eftir. Ingibjörgu Sólrúnu verður ekki stætt á að sitja mikið lengur eftir þessar kosningar. Hennar tími er einfaldlega liðinn.
  • Það hefur verið magnað að fylgjast með uppgangi Vinstri grænna. Flokkurinn hefur nú fengið til baka það fylgi sem Samfylkingin stal af honum við síðustu kosningar og meira til. Vandinn er að flokkurinn mælist stærri en innviðirnir þola. Róttækni og breiðfylking fer einfaldlega ekki saman.
  • Baráttusamtökin hafa náð þeim árangri sem þau geta vonast eftir. Hinir flokkarnir hafa þegar ættleitt þann hluta málefnapakkans sem þeir treysta sér til að taka. Samtökin snúast nú aðeins um persónulegan metnað einstaklinga, sem enginn þekkir hvort sem er.

 


mbl.is Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég samhryggist þér með Baráttusamtökin, nú verður þú að kjósa eitthvað annað.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 28.4.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Orri, passaðu þig bara - annars kýs ég Vinstri græna og siga netlöggunni á þig!

Kallaðu mig Komment, 28.4.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband