Færsluflokkur: Bloggar
3.5.2007 | 21:21
Ekki einu sinni Danir skilja dönsku!
Hér er frábært atriði úr norskum grínþætti, þar sem gert er góðlátlegt grín að hinu óskiljanlega tungumáli - dönsku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.5.2007 | 11:15
Kínversk enska
Kínverjar standa Japönum ekki langt að baki þegar kemur að því að skrifa skemmtilega ensku. Hér eru ágæt dæmi um það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2007 | 00:11
Taktu prófin með trukki*

Enn er þetta vefur sem gefur og að þessu sinni fá námsmenn að njóta gjafmildinnar. Ég hef tekið saman 10 leiðir til að bæta námsárangur eða þá að ná prófum með sem minnstri fyrirhöfn. Njóttu vel!
- Brjóttu verkið niður. Námsefnið kann að virðast óyfirstíganlegt en með því að skipta því niður í nokkra hluta, þá er auðveldara að ná tökum á því.
- Forgangsraðaðu. Efnið er ekki allt jafn mikilvægt. Þegar tíminn er takmarkaður þarftu að kunna að forgangsraða. Þú getur t.d. skipt því í þrjá flokka: A. Efni sem þú verður að lesa og kunna. B. Efni sem þú getur farið hraðar í gegnum en þarft að vita um hvað það snýst - lestu inngang, niðurstöður, fyrirsagnir, upptalningar og skoðaðu myndir og töflur. Og síðan er það síðasti og að sumra mati skemmtilegasti flokkurinn, C. Efni sem þú getur sleppt! En til þess að sleppa efni þarftu að gera þér grein fyrir því hvað skiptir mestu máli.
- Skiptu efninu niður á þann tíma sem þú hefur. Ef þú hefur fimm daga, skiptu þá efninu (A og B) í fimm hluta. Ef þú hefur ráð á því, notaðu a.m.k. hluta af síðasta deginum til að fara hratt í gegnum aðalatriðin úr því efni sem þú hefur þegar farið yfir.
- Einangraðu þig. Taktu nokkra klukkutíma frá á hverjum degi þar sem þú slekkur á símanum, sjónvarpinu, iPoddinum og tekur routerinn úr sambandi! Það er ótrúlegt hvað þú getur komið miklu í verk þegar ekkert og enginn truflar þig. Fyrir þá sem geta ekki slökkt á símanum, settu hann þá a.m.k. á silent. Ekki svara nema að það sé neyðartilvik. Það er ekki neyðartilvik þegar vinir hringja.
- Leitaðu ráða. Með sama hætti og að það er frábært að loka sig af, þá er frábært að eiga góða að. Nýttu þér félagana ef eitthvað er að vefjast fyrir þér - utan þess tíma sem þú ert að einbeita þér að efninu!
- Verðlaunaðu þig. Þegar þú ert búin/n með það efni sem þú ætlaðir þér að taka - gerðu þá eitthvað skemmtilegt! Fáðu þér hreint loft. Horfðu á sjónvarpsþátt. Breyttu til.
- Sofðu. Ekki falla í þá freistingu að sleppa að sofa nóttina fyrir prófið, það kemur niður á dómgreind þinni og rökhugsun. Þú gerir fleiri villur þegar þú ert ósofin/n.
- Byrjaðu. Geymdu ekki allt fram á síðustu stundu.
- Safnaðu saman skyldum verkum. Þetta á bæði við um námið og annað. Ef þú þarft t.d að fletta einhverju upp á netinu, punktaðu það hjá þér - flettu því ekki upp strax - safnaðu atriðunum saman og afgreiddu þau hvert á fætur öðru þegar þú ert búin/n með afmarkaðan hluta þess sem þú ætlaðir þér að gera.
- Komdu reglulega inn á komment.blog.is. ...en ekki hanga hérna alltof lengi! Farðu nú að læra!

Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.5.2007 | 00:34
Morðóðir Norðmenn?

Þegar fylgst er með fréttum frá Norðurlöndum virðist tvennt standa upp úr. Óvenjumörg morð virðast vera framin í Noregi og nýbúar sýnast koma þar merkilega oft við sögu. Hér væri auðvelt að hrapa að ályktunum. Ekki er þó allt sem sýnist.
Í fyrsta lagi þá er morðtíðni í Noregi sú lægsta á Norðurlöndum (0,78 á hverja 100.000 íbúa) og er þá Ísland meðtalið (1,03 á hverja 100.000 íbúa hér).
Í öðru lagi verður að hafa í huga að ekki þykja öll morð jafn fréttnæm. Það vekur einfaldlega meiri athygli þegar nýbúi kemur við sögu. Þetta er svipað því þegar tekið er fram í landsmálafréttum að utanbæjarmaður hafi verið að verki.
Þannig að þú, lesandi góður, þarft ekki að stökkva strax til og kjósa Frjálslynda flokkinn, að minnsta kosti ekki á þessum forsendum.
![]() |
Norsk lögregla leitar manns sem talinn er hafa myrt konu og barn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2007 | 00:32
Gullkorn frá guðföður grínsins

Sem inngang í vikuna þá hef ég tekið mig til og snarað fyrir ykkur á okkar ylhýra nokkrum gullkornum frá Groucho Marx, manninum sem veitti grínurum á borð við Woody Allen innblástur.
- Aldur er ekkert merkilegur. Allir geta orðið gamlir. Það eina sem þú þarft að gera er að lifa nógu lengi.
- Skál fyrir eiginkonum okkar og kærustum... vonandi hittast þær aldrei.
- Sendu 24 rósir upp á herbergi númer 424 og skrifaðu: 'Emilía, ég elska þig' á bakhlið reikningsins.
- Ég gleymi aldrei andliti - en í þínu tilviki ætla ég að gera undantekningu.
- Þeir sem segist sjá í gegnum konur eru að missa af miklu.
- Ef þú vilt komast að því hvort að maður sé heiðarlegur, spurðu hann. Ef hann svarar játandi þá veistu að hann er óheiðarlegur.
- Sjónvarp hefur mikið menntunargildi fyrir mig. Þegar það er kveikt á því, þá fer ég yfir í næsta herbergi og les bók.
- Þetta eru mín prinsip! Ef þér líkar ekki við þau, þá á ég önnur.
- Hún hefur útlitið frá föður sínum. Hann er lýtalæknir.
- Fimm ára barn skilur þetta! Sækið fimm ára barn strax!
- Hjónaband er helsta orsök skilnaða.
- Ég gleymi ekki fyrstu kynlífsreynslu minni - ég geymi kvittunina.
- Mér líður ekki vel - hringdu á næsta golfvöll eftir lækni.
- Í Hollywood heldur brúðurinn vendinum en losar sig við brúðgumann.
- Maður ræður ekki örlögum sínum. Konan manns gerir það.
- Næst þegar ég sé þig, minntu mig á að tala ekki við þig.
- Hverjum ætlarðu að trúa, mér eða þínum eigin augum?
- Í gærkvöldi skaut ég fíl í náttfötunum mínum. Hvernig hann komst í náttfötin mín hef ég ekki hugmynd um.
Bloggar | Breytt 1.5.2007 kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.4.2007 | 00:28
Fimm leiðir til að gera betri kaup

Þetta er vefur sem gefur. Innblásinn af Jóhannesi Gunnarssyni frekar en Jóhannesi Jónssyni, hef ég tekið saman nokkur ráð sem er gott að hafa í huga, næst þegar farið er að versla.
- Láttu ekki körfuna stjórna þér
Þótt þig vanti kannski bara einn hlut þá kallar karfan á fleiri. Ílát eru gerð til að fylla. Það er ekki að ástæðulausu að verslanir fjárfesta í körfum og kerrum fyrir viðskiptavini sína. - Ekki versla svangur eða svöng
Svengd hefur áhrif á dómgreindina. Þú ert líklegri til að gera góð kaup á fullum maga. - Námundaðu upp
Kr. 3.990 eru ekki þrjú þúsund og eitthvað, heldur tæplega fjögur þúsund. Keyptu á réttum forsendum. - Ásett verð er hámarksverð
Þetta á sérstaklega við stærri hluti, svo sem fasteignir og bifreiðar. Það er þitt hlutverk að finna það verð sem seljandinn er tilbúinn til að sætta sig við. Allt umfram það er á þinn kostnað. - Gerðu innkaupalista
Það er ágæt leið til að brynja sig gagnvart lymskulegri sölutækni seljenda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2007 | 11:01
Kristni fyrir leikmenn

Kristni er sú trú að 2000 ára gamall uppvakningur, og fyrrverandi trésmiður, sem er jafnframt faðir sinn, veiti þeim eilíft líf, sem með táknrænum hætti, borði af líkama hans og sverji honum hollustu, til að hann aflétti bölvun, sem er komin til vegna þess að talandi snákur sannfærði konu, sem varð til úr rifbeini, um að borða ávöxt.
Gefnar hafa verið út bækur, kvikmyndir - og meira að segja söngleikur - um ævi þessa tvímælalaust frægasta trésmiðs heims. Þeir sem eldri eru muna síðan eflaust eftir bókaflokknum, Biblíunni, sem greinir frá ævintýrum kappans og naut töluverðra vinsælda á sínum tíma.
Bloggar | Breytt 28.4.2007 kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 21:23
Til hamingju Unitedmenn!
Þrátt fyrir að vera einarður stuðningsmaður Liverpool, þá ber ég virðingu fyrir góðum fótbolta, sama hvaðan hann kemur. United spilar skemmtilegan bolta og baráttugleði liðsins er aðdáunarverð. Mikilvægir leikir ráðast hinsvegar furðu oft af því hvort að Rooney er í stuði, og það var hann svo sannarlega í kvöld! Seinni leikur liðanna á San Siro er leikur sem maður má helst ekki missa af.
![]() |
Rooney tryggði Manchester United sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.4.2007 | 23:42
Í slagtogi með Bin Laden

Það hlýtur að teljast nokkurt vatn á myllu breskra lýðveldissinna, að það sé komið í ljós að sjálf drottningin sé í slagtogi með hryðjuverkaforkólfinum Osama Bin Laden, þegar kemur að knattspyrnunni (skemmtileg grein um það mál hér). Ég vona bara að hún hafi fundið heilbrigðari útrás fyrir pirringinn, sem óhjákvæmilega fylgir því að halda með þessu lánlausa Lundúnarliði.
![]() |
Drottningin heldur með Arsenal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 00:47
Hvílíkt lýðskrum
Ástæða þess að Sarkozy nýtur meira fylgis en Royal er einföld. Meirihluti Frakka lét ekki ginnast af innstæðulausum loforðum hinnar síðarnefndu. Nú á að reyna að brúa bilið með slagorðaflaum. Í stað þess að bjóða upp á raunhæfar lausnir á þeim vandamálum sem Frakkar glíma við fer hún þá ódýru leið að reyna að telja kjósendum trú um að þarna takist á gott og illt, beitir vopnum sem ég var að vona að hefðu verið grafin í lok kaldastríðsins.
Tengt þessu þá þykir mér alltaf jafn sárt þegar ég verð vitni að umburðarleysi þeirra sem gefa sig út fyrir að vera málsvarar réttlætis og manngildis gagnvart þeim sem leyfa sér að efast um þær leiðir sem þeir stinga upp á. Því miður á það við alltof marga í pólitíkinni, jafnt hér heima sem úti í hinum stóra heim. Ég beini þessu til allra sem telja sig betri en samferðarmenn sína, sama hvar í flokki þeir standa.
![]() |
Royal hvetur andstæðinga peningahyggjunnar til að sameinast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)