21.4.2007 | 18:18
Samanburður á stefnuskrám flokkanna
Helstu niðurstöður úr ítarlegum samanburði mínum á stefnuskrám flokkanna:
- Stefnuskrá Samfylkingarinnar bragðaðist best. Pappírinn leystist fljótt og vel upp og skráin rann ljúflega niður. Mér er hinsvegar hálfbumbult.
- Stefnuskrá Framsóknarflokksins var prentuð á dýrasta pappírinn.
- Íslandshreyfingin prentaði ein flokka á endurunninn pappír.
- Stefnuskrá Vinstri-grænna var erfið aflestrar. Rautt letur á grænum grunni er afleitt, sérstaklega fyrir lesblinda.
- Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins stóð sig best á skutluprófinu. Hún flaug lengst.
- Stefnuskrá Fjálslynda flokksins var ódýrust, enda prentuð í Póllandi.
Stefnuskrár flokkanna bornar saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Facebook
Athugasemdir
Góður. En má ég kalla þig Benedikt?
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.4.2007 kl. 18:28
Þú mátt kalla mig hvað sem er Orri minn, en ég hef aldrei verið kallaður því nafni áður. Eruð þið annars búin að skíra?
Kallaðu mig Komment, 22.4.2007 kl. 21:02
Ah, nú veit ég hver er hér á ferð, það var nl. Benedikt sem sást á erlendri vefsíðu sem þú kræktir á, Wulffmorgenthaler.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.4.2007 kl. 21:56
Einmitt! Rak augun í það líka. Vinsæl síða meðal Íslendinga. Við erum svo trufluð.
Kallaðu mig Komment, 22.4.2007 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.