30.4.2007 | 00:32
Gullkorn frá guðföður grínsins
Sem inngang í vikuna þá hef ég tekið mig til og snarað fyrir ykkur á okkar ylhýra nokkrum gullkornum frá Groucho Marx, manninum sem veitti grínurum á borð við Woody Allen innblástur.
- Aldur er ekkert merkilegur. Allir geta orðið gamlir. Það eina sem þú þarft að gera er að lifa nógu lengi.
- Skál fyrir eiginkonum okkar og kærustum... vonandi hittast þær aldrei.
- Sendu 24 rósir upp á herbergi númer 424 og skrifaðu: 'Emilía, ég elska þig' á bakhlið reikningsins.
- Ég gleymi aldrei andliti - en í þínu tilviki ætla ég að gera undantekningu.
- Þeir sem segist sjá í gegnum konur eru að missa af miklu.
- Ef þú vilt komast að því hvort að maður sé heiðarlegur, spurðu hann. Ef hann svarar játandi þá veistu að hann er óheiðarlegur.
- Sjónvarp hefur mikið menntunargildi fyrir mig. Þegar það er kveikt á því, þá fer ég yfir í næsta herbergi og les bók.
- Þetta eru mín prinsip! Ef þér líkar ekki við þau, þá á ég önnur.
- Hún hefur útlitið frá föður sínum. Hann er lýtalæknir.
- Fimm ára barn skilur þetta! Sækið fimm ára barn strax!
- Hjónaband er helsta orsök skilnaða.
- Ég gleymi ekki fyrstu kynlífsreynslu minni - ég geymi kvittunina.
- Mér líður ekki vel - hringdu á næsta golfvöll eftir lækni.
- Í Hollywood heldur brúðurinn vendinum en losar sig við brúðgumann.
- Maður ræður ekki örlögum sínum. Konan manns gerir það.
- Næst þegar ég sé þig, minntu mig á að tala ekki við þig.
- Hverjum ætlarðu að trúa, mér eða þínum eigin augum?
- Í gærkvöldi skaut ég fíl í náttfötunum mínum. Hvernig hann komst í náttfötin mín hef ég ekki hugmynd um.
Athugasemdir
"Ég myndi ekki vilja vera meðlimur í félagi sem vill hafa mig sem meðlim."
Hammurabi, 30.4.2007 kl. 14:22
Líklega hans þekktasta tilvitnun. Hún er líka ein þeirra sem Woody Allen hefur tekið upp á arma sína og notað óspart.
Hvað á það annars að þýða að koma ekki fram undir nafni?
Kallaðu mig Komment, 30.4.2007 kl. 14:29
„Annað hvort er þessi maður dauður eða úrið mitt er stopp.“
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 30.4.2007 kl. 19:50
Hann fer klárlega á toppinn yfir kónga tilvitnanna og er það ekki auðvelt verk.
Egill Harðar (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 10:51
Gaman að sjá að fleiri kunna að meta hann. Ég var einmitt að bæta við einum klassíkernum í viðbót við færsluna.
Kallaðu mig Komment, 1.5.2007 kl. 11:48
Síðasta tilvitnunin er röng. Svona er hún réttari:
"Í gærkvöldi skaut ég fíl í náttfötunum mínum. Hvernig hann komst í náttfötin mín hef ég ekki hugmynd um."
Ísak (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 13:44
Ísak: þín útgáfa er betri og er komin í stað hinnar. Takk.
Kallaðu mig Komment, 1.5.2007 kl. 14:55
Ekkert að þakka. Játaðu það bara...þú fæddist mjög ungur. ;-)
Ísak (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 15:07
Þetta er eitt skemmtilegasta blogg sem ég hef lesið:) og þessi með "Maður ræður ekki örlögum sínum. Konan manns gerir það." Mikill sannleikur þar á ferð:) Eins og vinur minn orðaði það við tíu ára son sinn sem vildi vera úti eftir tíu. "Við skulum hafa það á hreinu hver ræður á þessu heimili! "Það er hún mamma þín". Kv, Bjarki
Bjarki Tryggvason, 1.5.2007 kl. 15:10
Takk fyrir hrósið Bjarki! Sagan þín er líka algjör snilld. Ég hló svo hátt að mig verkjar. Ég vona bara, vinar þíns vegna, að strákurinn hafi ekki gert það líka!
Kallaðu mig Komment, 1.5.2007 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.