10 merki þess að þú rukkir of lítið

Hvort sem þú vinnur við vefhönnun eða hellulagnir ættirðu að hugsa þinn gang ef þetta á vel við þig.

  1. Þeir sem þú skiptir við rugla heildarverðinu saman við útselda vinnu á klukkustund.
  2. Þú færð öll verk sem þú býður í.
  3. Jafnvel þótt þú vinnir 80 stundir á viku þá ertu undir lágmarkslaunum.
  4. Nýir verkkaupar spyrja alltaf hvað hangi á spýtunni.
  5. Verkkauparnir greiða reikningana þína hlægjandi.
  6. Þeir greiða þá með seðlum, beint upp úr veskinu.
  7. Fastir verkkaupar hafa ekki einu sinni fyrir því að spyrja hvað verkið komi til með að kosta.
  8. Þú hefur nóg að gera. Samt lifirðu á upphituðum réttum frá 1944.
  9. Systir þín hefur það betra en þú og hún vinnur á kassanum í 10/11.
  10. Aðrir verktakar vilja ólmir ráða þig sem undirverktaka.
Þessi listi er stolinn og staðfærður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þú ert snillingur.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 7.5.2007 kl. 04:25

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Þeir, sem vinna á lager, eru á föstum launum.

Júlíus Valsson, 8.5.2007 kl. 15:25

3 Smámynd: Haukur Már Helgason

Já ef þetta ætti bara við um forrík ljóðskáld!

Haukur Már Helgason, 8.5.2007 kl. 19:20

4 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Lagerstarfsmenn og ljóðskáld - skal hafa ykkur í huga fyrir næsta lista! :)

Kallaðu mig Komment, 8.5.2007 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband