Til varnar Framsóknarflokknum

Merki Framsóknarflokksins

Ímyndum okkur að Sjálfstæðisflokkurinn hefði náð 26 mönnum inn í stað 25. Léki þá nokkur vafi á því hvort að núverandi stjórn héldi áfram? Framsóknarflokkurinn hefur 7 þingmenn, sem eru litlu færri en Vinstrihreyfingin hefur, sjálfskipaður sigurvegari kosninganna. Kosningar eru tæki til að mynda starfhæfan meirihluta. Það, hvaða fylgi flokkar höfðu í öðrum kosningum, er aukaatriði. Vandi Framsóknarflokksins er ekki fylgið, heldur það hversu fáa raunhæfa kosti hann hefur til stjórnarmyndunar. Það yrði ekkert traust milli flokka í vinstristjórn. Jafnframt vantar núverandi stjórn einn mann upp á til að hún sé fýsilegur kostur. Sjálfur kysi ég helst stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, en það er annað mál. Framsóknarflokkurinn á fullt erindi í íslensk stjórnmál, enda standa á bak við hann tæp 12% kjósenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil núverandi ríkisstjórn áfram.  Þessi góða samvinna og traust milli flokkanna bætir að mínu mati upp skort á einum þingmanni eða tveimur.

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband