Frábær flýtileið fyrir Firefox

Sækja Firefox

Ef þú ert ekki þegar komin/n með Firefox - hér er hann, gjörðu svo vel. Firefox er ókeypis og frábær vafri, hvort sem þú notar Windows, MacOS X eða Linux.

Þau ykkar sem notið Firefox hafið væntanlega flest tileinkað ykkur að opna síður í flipa (ctrl+smella) frekar en í glugga. Þú lendir hinsvegar örugglega í því við og við að loka flipa, sem þú ætlaðir ekki að loka. Þá er frábært að vita af því að þessi lyklaborðssamsetning:

ctrl+shift+t

...kallar fram síðasta flipann sem þú lokaðir. Ótrúlega einfalt og gagnlegt! Prófaðu bara.

Macintosh notendur athugið: Notið Slaufuhnappinn í stað Ctrl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Frábært, takk fyrir þetta, hér fékk ég líka ábendingar um hvernig maður getur gert góðan vafra enn betri, sérstaklega atriði 12-14 í mínu tilfelli. http://www.lifehack.org/articles/technology/15-coolest-firefox-tricks-ever.html

Pétur Gunnarsson, 26.5.2007 kl. 12:44

2 Smámynd: Jón Gestur Guðmundsson

Þú getur líka klikkað á history með músarbendlinum og opnað recently closed tabs

Jón Gestur Guðmundsson, 26.5.2007 kl. 12:52

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Takk fyrir ábendinguna, ég nota alltaf Firefox en hef oft verið að opna aukaglugga einmitt vegna þess að ég er alltaf óvart að loka flipum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 26.5.2007 kl. 13:37

4 Smámynd: Kallaðu mig Komment

PG: ég fór í gegnum listann og bætti úr einu atriði hjá mér. Takk fyrir það!
JGG: notarðu ennþá músina? Gamaldags! Nei, nei - frábært að sjá allan listann þannig.
S: Ctrl+Shift+t og History listinn, sem JGG benti á, bjarga málunum! 

Kallaðu mig Komment, 26.5.2007 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband