Sigurvegarar kosninganna

Það er algjör óþarfi að bíða fram á laugardag með að útnefna sigurvegara kosninganna. Líkt og endranær vinna allir.

Sjálfstæðisflokkurinn

Flokkurinn er að bæta við sig verulegu fylgi. Hann endurheimtir þau þingsæti sem töpuðust árið 2003 og gerir væntanlega gott betur.

Samfylkingin
Flokkurinn heldur stöðu sinni sem næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Hann hefur náð að hrinda áhlaupi Vinstri grænna og er orðinn trúverðugur ríkisstjórnarflokkur.

Vinstrihreyfingin grænt framboð
Flokkurinn tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum. Styrkur hans og stærð gerir það að verkum að ekki er hægt að komast hjá því að hlusta á hann.

Framsóknarflokkurinn
Flokkurinn vinnur varnarsigur. Niðurstaða kosninganna verður betri en kannanir gáfu til kynna og mun gefa flokknum sterkari grunn til að byggja sig upp frá.

Frjálslyndi flokkurinn
Flokkurinn ljáir umdeildum málum rödd sína. Þótt flest okkar geti ekki hugsað sér að kjósa hann vegna þeirra, þá endurspeglar fylgi hans raunverulegar áhyggjur kjósenda hans. Endurnýjun flokksins eftir brotthvarf Margrétar hefur tekist betur en stuðningsmenn hans þorðu að vona.

Íslandshreyfingin
Þótt flokkurinn nái ekki manni inn á þing þá hefur rödd hans fengið að heyrast. Hugmyndir flokksins eiga hljómgrunn meðal kjósenda þótt þeir séu fæstir tilbúnir að láta þær ráða atkvæði sínu.

Og þar hafið þið það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þöll

Þarf ég þá ekki að kjósa ?

Sigrún Þöll, 9.5.2007 kl. 17:13

2 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Svampur: Mikið rétt. Ishmael er fyrirmyndin.
Sigrún: Takk fyrir síðast! Jú, auðvitað kýstu - það er gaman að kjósa! Ágæt ástæða til að fara út úr húsi.

Kallaðu mig Komment, 9.5.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband