Pólitískar játningar

Komment kýs
Komment á kjörstað í morgun

Mér þykir vænt um alla flokka. Ég lít svo á að þeir hafi allir eitthvað fram að færa. Enginn flokkur er nógu stór til að stjórna landinu einn og sér. Það neyðir flokkana til að eiga með sér samstarf. Þegar þangað er komið er gagnlegt að trúa því ekki að allt besta fólk landsins sé samankomið í einum flokki og að í hinum séu eintóm úrhrök.

Það er útlit fyrir tvísýnum kosningum. Með því er átt við að það er óljóst hvort að stjórnarmeirihlutinn haldi. Satt best að segja er mér alveg sama hvort hann geri það eða ekki. Ef hann heldur, þá vona ég bara að munurinn verði það lítill að menn treysti sér ekki til að halda áfram með óbreytta stjórn!

Það er eðli stjórnarsamstarfs að samkomulag myndast um að ákveðnir málaflokkar njóti friðhelgi. Í valdatíð núverandi stjórnar hafa hinar heilögu kýr verið landbúnaðarkerfið og Evrópumálin. Þar er kominn tími á breytingar. Til að keyra þær í gegn þarf hinsvegar sterka stjórn. Það er mitt persónulega mat að stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar væru líklegust til þess að stýra þeim í höfn. Það leynist nefnilega kratahjarta undir heiðbláu yfirborðinu á Komment.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Sammála:) Stundum finnst mér að við séum með sama hugsunarhátt. Alla vegna eru ég á því að við séum á sömu bylgjulengd:) Heyrumst!

Bjarki Tryggvason, 12.5.2007 kl. 12:40

2 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Hjartað kann að slá í takti með ýmsu af því sem Samfylkingin boðar en ég er vanur því að láta heilann ráða ferðinni þegar kemur að því að greiða atkvæði. En það er mikið af góðu fólki í Samfylkingunni, sem væri frábært að starfa með.

Kallaðu mig Komment, 12.5.2007 kl. 12:43

3 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Bjarki: I'm your evil twin brother (ég vona að þú eigir ekki tvíburabróður, því annars væri þetta frekar misheppnaður brandari!).

Kallaðu mig Komment, 12.5.2007 kl. 12:49

4 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Nei, ég er elstur af fjórum bræðrum, svo þú mátt alveg vera my evil twin brother:) hehe

Bjarki Tryggvason, 12.5.2007 kl. 13:02

5 Smámynd: Sigrún Þöll

Ég held að meirihluti þjóðarinnar geti varla kvartað undan samkurli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins (Getum búið til styttinguna 2XS stjórnin, eða SS stjórn.. en jæja.. )

Mér heyrist fólk annaðhvort HATA sjálfstæðisflokkinn og ELSKA samfylkinguna eða HATA samfylkinguna og ELSKA sjálfstæðisflokkin. Er ekki bara gott að þeir vinni saman og jafnvægi ríki hvað varðar HATA v.s ELSKA...

Farin að kjósa rétt :)

Sigrún Þöll, 12.5.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband