Goðsagnir um hjónaskilnaði

Brúðarterta

Eftirfarandi upplýsingar hef ég frá Bandaríkjunum. Sjálfur er ég mjög vel giftur!

  1. Fólk lærir af mistökum. Því eru seinni hjónabönd líkleg til að ganga betur en þau fyrstu.
    Þótt auðvitað sé þetta til í dæminu þá segir tölfræðin okkur annað. Skilnaðartíðni fólks í seinna hjónabandi er hærri en í því fyrsta.
  2. Með því að búa saman áður minnkarðu líkurnar á skilnaði síðar.
    Svo er ekki, að minnsta kosti ekki í Bandaríkjunum. Tímasprengjan virðist byrja að tifa um leið og fólk byrjar að búa saman þótt sambúð sé auðvitað góð leið til að kynnast hinum innri manni.
  3. Skilnaður eru vissulega sársaukafullir fyrir börn, en þau eru fljót að jafna sig.
    Þvert á móti hafa rannsóknir sýnt að skilnaðir sitja í börnum og hafa mælanleg áhrif á hegðun þeirra á fullorðnisárum.
  4. Að eignast barn bætir hjónabandið og minnkar þannig líkur á skilnaði.
    Tíminn eftir að fyrsta barnið fæðist reynir mjög á hjónabandið. Einnig er ekki sjálfgefið að fólk geti eignast barn saman. Það kallar oft á skilnað.
  5. Skilnaður hefur neikvæð áhrif á lífsgæði kvenna en jákvæð á lífsgæði karla.
    Þetta er reyndar rétt, ef eingöngu er litið til efnahagslegra gæða. Tölurnar tala þar sínu máli. En á móti kemur að þegar fólk velur skilnað, þá er það vegna þess að það telur þann kost skárri.
  6. Þegar foreldrar rífast mikið þá er skilnaður betri kostur, barnanna vegna.
    Þetta er hálfsannleikur og þar með jafnframt hálf lygi. Ósamkomulag foreldra hefur vissulega slæm áhrif á börn en ósamkomulagið magnast oft enn meira við skilnaðinn.
  7. Börn sem upplifðu skilnað eru líklegri til að velja maka sína af kostgæfni.
    Enn segja tölurnar okkur annað. Skilnaðartíðnin er hærri hjá fólki, hvers foreldrar skildu.
  8. Vegna þess hve dýrmætt það er fyrir börn að alast upp í fjölskyldu þá er betra fyrir þau að eiga stjúpforeldri, en að alast upp hjá einstæðu foreldri.
    Stjúpfjölskyldumynstrinu fylgja að meðaltali betri efnahagsleg lífskjör. En því fylgja jafnframt önnur samskiptaleg vandamál sem magna hættuna á upplausn.
  9. Erfiðir kaflar í hjónabandi eru fyrirboði skilnaðar.
    Það geta alltaf komið upp erfiðir kaflar. Samkvæmt bandarískri rannsókn lýsti mikill meirihluti fólks, sem upplifði erfiða kafla á einhverjum tímapunkti en skildi ekki, hjónabandi sínu 5 árum síðar þannig að þau væru hamingjusöm eða mjög hamingjusöm.
  10. Karlar eru líklegri til að halda framhjá og hafa frumkvæði að skilnaði.
    Merkilegt nokk, þá er hvorugt rétt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Mikill sannleikur þar á ferð hjá þér Komment!

(1.) Þeir sem fara inn í annað hjónaband eru mjög líklegir að fara inn með samskonar hegðunar mynstur sem þeir voru með frá fyrra hjónabandi svo það er ástæða þess að fólk lærir ekki af mistökunum hvað hjónband varðar.

(10.) Ein helsta ástæða þess að konur halda framhjá er vegna þess að karlmennirnir eru ekki að sinna konum sínum, hvort sem það er vegna mikilar vinnu eða annara ástæðna.

Kv, Bjarki

Bjarki Tryggvason, 19.5.2007 kl. 01:12

2 identicon

Stundum er maður bara feginn að vera einhleypur 

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 02:10

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eitthvað finnst mér nú no. 1 einkennilegt! "Skilnaðartíðni fólks í seinna hjónabandi er hærri en í því fyrsta". haha, pælið aðeins í þessu

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 03:08

4 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Gunnar: Ég er greinilega svo fyndinn að ég er jafnvel fyndinn óvart!

Kallaðu mig Komment, 19.5.2007 kl. 10:02

5 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Umhugsunarefni.........

Eva Þorsteinsdóttir, 19.5.2007 kl. 13:50

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já komment...þetta var drepfyndið  en auðvelt að missa af þessu

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband