Hverjir standa á bak við stjórnina?

kort-kjordaemi

Nú þegar útlit er fyrir að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking myndi saman ríkisstjórn er ekki úr vegi að skoða aðeins hverjir standi á bak við hina væntanlegu stjórn.

  • Rúmlega 115 þúsund kjósendur (52%) kusu annanhvorn flokkinn
  • Tæplega 70 þúsund (31%) greiddu einhverjum hinna flokkanna atkvæði sitt
  • Rúmlega 36 þúsund (16%) nýttu sér ekki kosningarétt sinn
Ef litið er til greiddra atkvæða fengu flokkarnir tveir 62%. Þau atkvæði tryggðu þeim 68% þingsæta. Það er því ljóst að ríkisstjórn þessara tveggja flokka hefur mjög sterkan þingmeirihluta. Vandi nýrrar stjórnar liggur hinsvegar í því að meirihluti kjósenda í tveim kjördæmum greiddi öðrum flokkum atkvæði sitt.

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu, greindur eftir kjördæmum

KjördæmiD+S
Af greiddum atkvæðumAf kjörskrá
Suðvestur32.16370%59%
Reykjavík suður24.07467% 55%
Reykjavík norður23.00865% 53%
Suður15.903 62% 52%
Norðvestur8.99249% 43%
Norðaustur12.28248% 41%
Alls115.50262% 52%

Það er ljóst að það verður ákveðin landfræðileg slagsíða á hinni nýju stjórn sem kemur óhjákvæmilega til með að setja þrýsting á málaflokka sem höfðu meira vægi í síðustu stjórn. Hvort að það sé jákvætt eða neikvætt er eflaust hægt að deila um, en það er ágætt að hafa þessar tölfræðilegu staðreyndir í huga næstu daga þegar við fylgjumst með stjórnarmynduninni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það ánægjulegasta við væntanlega ríkisstjórn er sú staðreynd að stjórnarþingmönnum frá Reykjavík fjölgar um helming. Hugsanlegt er að þá verði meiri áhersla lögð á málefni höfuðborgarsvæðisins, til dæmis í samgöngumálum.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 18.5.2007 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband