Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Til hamingju Illugi!

Ég er einn þeirra sem ljáði Illuga Gunnarssyni stuðning minn í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Illugi er maður að mínu skapi, fljótur að hugsa og rökviss en jafnframt með hjartað á réttum stað. Auðvitað þykir mér það miður að Illugi fái ekki enn betra tækifæri til að láta ljós sitt skína að þessu sinni en það er einfaldlega bara svo mikið af góðu fólki í flokknum. Illugi á að minnsta kosti framtíðina fyrir sér!


mbl.is Illugi varaformaður þingflokks sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andlitsmyndaleit hjá Google

Mér er fúlasta alvara. Google er búið að bæta Face recognition við myndaleitina hjá sér. Þetta er ekki orðið opinbert, enda á tilraunastigi, en er samt sem áður opið öllum. Gerum tilraun. Venjuleg myndaleit að "London" skilar eftirfarandi niðurstöðum (á myndinni eru birtar íslenskar niðurstöður - ræðst af því hvernig Google er stillt hjá þér):

London 1
Bættu nú við leitarstrenginn eftirfarandi viðbót og ýttu á Return hnappinn: &imgtype=face

Andlitsmyndaleit


Niðurstöðurnar verða nú þessar (á myndinni eru birtar íslenskar niðurstöður - ræðst af því hvernig Google er stillt hjá þér):

London 2
Google er svo sannarlega magnað fyrirtæki. Njótið!


Svona er kosið í einræðisríkjum

Það er nokkuð ljóst hvað ætlast var til að kosið væri, hér að neðan. Kosningarnar snerust um inngöngu Austurríkis í þýska ríkjasambandið og stuðning við flokk þjóðernisjafnaðarmanna, ári áður en seinni heimsstyrjöldin braust út.

Fyrir þá sem eru farnir að ryðga í menntaskólaþýskunni: "Ert þú samþykk/ur því að Austurríki hafi að nýju fengið inngöngu í þýska ríkjasambandið, sem tók gildi 13. mars 1938, og kýst þú flokk foringja okkar, Adolfs Hitler?". Stærri hringurinn er merktur já, sá minni nei.

Þetta er ekkert plat.


Mynd af hjólinu

Hjólið góða

Hjól Bernhards Bechter, hvalavinar, er engin smásmíði, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hún er tekin úr nýlegri ferð hans til Spreenhagen í Þýskalandi, en þangað hjólaði Bernhard með dverg til að mótmæla illri meðferð á alifuglum. Ekki er vitað hvort að dvergurinn er með í för að þessu sinni.

Tekið skal fram að ekkert er að marka þessa færslu. Smile


mbl.is Á hjóli með líkkistu í eftirdragi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var ég ritskoðaður?

Ritskoðun?

Fyrr í kvöld skrifaði ég færslu, sem fól í sér gagnrýni á vafasöm vinnubrögð, sem við verðum því miður alltof oft vitni að í bandarískum stjórnmálum, þ.e. hvernig farið er í ófrægingarherferð gagnvart einstökum frambjóðendum, í þessu tilviki Hillary Clinton. Stuttu síðar varð ég var við að tengingin við fréttina, sem ég vann færsluna út frá, var horfin úr færslunni og ómögulegt fyrir mig að fá hana inn aftur. Ég prófaði bæði að skrifa nýja færslu (tengingin vildi eftir sem áður ekki birtast) og að tengja við aðra frétt (það gekk hinsvegar eins og í sögu). Ég er búinn að skrifa til vina minna hjá blog@mbl.is og óska eftir skýringum. Er ég fórnarlamb ritskoðunar eða tæknilegrar bilunar? Spennandi! Ég læt ykkur vita hvað kemur út úr þessu! Smile Hefur eitthvert ykkar lent í svipuðu?

Hér er annars fréttin.

Nýjustu upplýsingar: Það er komið í ljós að þetta var tæknileg bilun. Fréttin hefur nú meira að segja verið tengd sérstaklega fyrir mig í kerfinu og hafi mbl.is þökk fyrir. Ansans, það hefði verið miklu meira spennandi ef þetta hefði nú verið ritskoðun! Ég ætla að nota tækifærið og hrósa mbl.is fyrir góða notendaþjónustu. Ég er mikill áhugamaður um vefþróun og hef spurt þá um ýmsa hluti. Aldrei hefur það brugðist að ég hafi fengið skýr og góð svör. Þau ykkar, sem aðhyllast samsæriskenningar, getið hinsvegar velt því fyrir ykkur: ætli ég hafi skrifað þetta, eða var það kannski einhver hjá mbl.is? Smile


Nýjar ásakanir

Hillary í góðum félagsskap
Hillary (til vinstri) með frönskum klæðskiptingi.

Nú er að koma upp á yfirborðið að Hillary Rodham Clinton, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, mun hafa sagt margsinnis ósatt á átta ára tímabili, eða nánar tiltekið á árunum 1951 til 1959, þegar Hillary var 4-12 ára gömul. Lygarnar munu spanna allt frá því að hafa sagst vera búin með matinn sinn til að vera búin að læra heima. Í ljósi mikilvægi þess að sá eða sú sem kemur til með að gegna valdamesta embætti jarðarinnar sé laus við allan breyskleika, þá hefur George W. Bush skipað nefnd, sem er ætlað það hlutverk að komast til botns í þessu máli. Meðal annars verður rætt við skólafélaga hennar úr leikskólanum, en leyniþjónustan hefur lýst yfir áhyggjum sínum af því að a.m.k. einn þeirra mun vera af sýrlenskum uppruna. Ekki er talið útilokað að hann hafi leikið sér í sama sandkassa.


mbl.is Bill vildi skilnað frá Hillary árið 1989
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilningur

Fegurðardrottning

Jóhanna Vala samsamaði sér vel, brosti fallega og tók sig vel út á sviðinu. Ég náði í lokin á þessu og sá ekki betur en að hún ætti sigurinn fyllilega skilið. Það væri hinsvegar eðlilegra að tala um sýningu frekar en keppni. Hér er verið að sýna eitt form fegurðar og ekkert út á það að setja. Fólk var hvorki neytt til að taka þátt né að horfa á þetta, svo ég best viti. Keppni felur hinsvegar í sér átök, að keppendur leggi hart að sér. Ég er ekki viss um að það að gæta að mataræðinu, liggja í ljósabekkjum og reyna að mismæla sig ekki sé nóg til að réttlæta að kalla þetta keppni. Þetta er hinsvegar ekkert verri skemmtun fyrir vikið. Til hamingju Jóhanna Vala. Þú ert sæt og nú hefurðu það skjalfest.


mbl.is Jóhanna Vala er ungfrú Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Google til varnar

Melabúðin

Ef þú ert vön eða vanur að fara í Melabúðina og kaupa kjúkling á föstudögum, myndirðu móðgast ef Friðrik verslunarstjóri segði við þig um leið og þú gengir inn: "Heyrðu, við erum tilboð á kjúklingi í dag!".

Líkt og að kauphegðun gefur vísbendingar um það, hverju neytendur eru spenntir fyrir, þá veita leitarorð dýrmætar upplýsingar um það hverju notendur hafa áhuga á. Viðskiptahugmyndin á bak við Google er að færa notendur sem næst þeim upplýsingum, sem þeir eru á höttunum eftir. Ég vil einmitt sjá auglýsingar um hugðarefni mín. Auglýsingar um dömubindi og augnskugga gera ekkert fyrir mig.

Það væri hinsvegar gott væri að geta að frábeðið sér vissar auglýsingar. Það er hvorki í hag auglýsandans né þess sem auglýsingin beinist að hún pirri hann eða hana. Ég efast ekki um að sá möguleiki á eftir að koma.

Ég mæli annars með kjúklingnum í Melabúðinni. Ber af! Smile


mbl.is Meðferð Google á persónuupplýsingum veldur áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær flýtileið fyrir Firefox

Sækja Firefox

Ef þú ert ekki þegar komin/n með Firefox - hér er hann, gjörðu svo vel. Firefox er ókeypis og frábær vafri, hvort sem þú notar Windows, MacOS X eða Linux.

Þau ykkar sem notið Firefox hafið væntanlega flest tileinkað ykkur að opna síður í flipa (ctrl+smella) frekar en í glugga. Þú lendir hinsvegar örugglega í því við og við að loka flipa, sem þú ætlaðir ekki að loka. Þá er frábært að vita af því að þessi lyklaborðssamsetning:

ctrl+shift+t

...kallar fram síðasta flipann sem þú lokaðir. Ótrúlega einfalt og gagnlegt! Prófaðu bara.

Macintosh notendur athugið: Notið Slaufuhnappinn í stað Ctrl.


Getraun dagsins!

Hvað í ósköpunum þýðir þetta skilti?!?

 

Óskiljanlegt skilti


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband